Stebbi stóð að strippi
Það eru vægast sagt vonbrigði að lögreglustjóri höfðuborgarsvæðisins skuli hafa skipt um skoðun í svo mikilvægu máli sem leyfi til reksturs strippstaða er. Áður var því fagnað að hann gaf ekki leyfi, nú er spurningin afhverju hann skipti um skoðun. Var borið á hann fé? Var honum hótað? Skipaði dómsmálaráðherra honum fyrir? Eða vaknaði hann upp einn góðan veðurdag og mundi eftir samtryggingu karla?
Meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður hér öllu er engin von til að strippstöðum verði lokað. Þar er söluhagnaður af kvenmannsskrokkum reiknaður inní væntingarvísitölu neysluhyggjunnar.
Meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður hér öllu er engin von til að strippstöðum verði lokað. Þar er söluhagnaður af kvenmannsskrokkum reiknaður inní væntingarvísitölu neysluhyggjunnar.
Efnisorð: frjálshyggja, karlmenn, Klám, vændi
<< Home