Alcoa leggur heiminn að fótum þér - hyggir þú á innrás
Fyrir löngu ætlaði ég að skrifa um tengsl álframleiðslu og hergagnaframleiðslu. Heimildaleit reyndist svo leiðinleg að ég lagði árar í bát. Á síðu Saving Iceland kemur eftirfarandi fram um bein tengsl hins goðumlíka fyrirtækis Alcoa, sem margir halda að sé skapað til þess eins að hefja hagkerfi íslensku þjóðarinnar uppí hæstu hæðir og sem slíkt sé það hafið yfir alla gagnrýni. En svoleiðis fólki er kannski líka bara sama um örkuml og dauða, svona í þágu hagvaxtarins.
Alcoa er eigandi hergagnafyrirtækjanna Cordant Technologies og Howmet International.
14. desember 2005 skrifuðu Alcoa undir samning um að framleiða álbíla fyrir bandaríska herinn.
Alcoa framleiðir parta í Tomahawk eldflaugar.
Fyrsta eldflaugin sem skotið var á Írak var merkt Alcoa.
F16 orustuþotur eru framleiddar úr áli frá Alcoa
F16 og B1 þotur frá Nato létu klasasprengjum merktum Alcoa rigna yfir óbreytta borgara í Kosovo árið 1999.
Ál frá Reyðaráli verður notað í stríðstól.
___
Viðbót eftir fróðlegan fund Saving Iceland:
29% allrar álframleiðslu er notuð til vopnaframleiðslu. Það þýðir að álfyrirtæki græða á stríði. Það þýðir aftur að Íslendingar - sem í sínum þrælsótta trúa alltaf áróðri álfyrirtækjanna - munu verða hlynntir stríði, því þeir halda að þeir muni græða á því. Sem þýðir svo aftur að ef svo ólíklega vill til að Íslendingar fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þá verður kosið með stríði. En bara fyrir hagvöxtinn sko, ekki vegna þess að við séum vont fólk.
Alcoa er eigandi hergagnafyrirtækjanna Cordant Technologies og Howmet International.
14. desember 2005 skrifuðu Alcoa undir samning um að framleiða álbíla fyrir bandaríska herinn.
Alcoa framleiðir parta í Tomahawk eldflaugar.
Fyrsta eldflaugin sem skotið var á Írak var merkt Alcoa.
F16 orustuþotur eru framleiddar úr áli frá Alcoa
F16 og B1 þotur frá Nato létu klasasprengjum merktum Alcoa rigna yfir óbreytta borgara í Kosovo árið 1999.
Ál frá Reyðaráli verður notað í stríðstól.
___
Viðbót eftir fróðlegan fund Saving Iceland:
29% allrar álframleiðslu er notuð til vopnaframleiðslu. Það þýðir að álfyrirtæki græða á stríði. Það þýðir aftur að Íslendingar - sem í sínum þrælsótta trúa alltaf áróðri álfyrirtækjanna - munu verða hlynntir stríði, því þeir halda að þeir muni græða á því. Sem þýðir svo aftur að ef svo ólíklega vill til að Íslendingar fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þá verður kosið með stríði. En bara fyrir hagvöxtinn sko, ekki vegna þess að við séum vont fólk.
Efnisorð: stóriðja
<< Home