Karlmennskudraumar fyrir menn sem skortir karlmennsku
Björn Bjarnason er alvöru karlmaður. Hann aðhyllist karlmannleg gildi sem hafa gilt í heiminum svo langt aftur sem heimildir ná; að leysa ágreining með ofbeldi, að ógna með vopnavaldi, að eyða þeim sem ógnar. Samkvæmt karlmannlegu gildunum er sá sem er sterkur betri en sá sem er veikur. Refsað er fyrir að vera ekki nógu karlmannlegur. Konur eru herfang í stríði - og það á alltaf að vera stríð til að sanna karlmennskuna - en annars hafðar til gagns og gamans.
Það er erfitt fyrir menn eins og Björn Bjarnason að vera uppi á vorum tímum. Í áratugi hefur allskonar skríll haldið því fram að vopnavald sé óþarft, að hægt sé að ná sáttum milli deiluaðila, að friður sé mögulegur. Sama fólk heldur því oft á tíðum fram að samfélaginu gæti verið stjórnað af bæði körlum og konum, og kippir þarmeð algerlega fótunum undan karlmönnum eins og Birni sem vita hvað er að vera karlmaður og í hvað konur eru brúkanlegar. Heimsmyndin riðar til falls en menn í stöðu Björns Bjarnasonar hafa vald til að styrkja þá heimsmynd sem þeir vilja sjá, hvað sem tautar og raular í kommúnistum og rauðsokkum. Það er bara hægt að stofna sérsveitir og varalið og kalla til her eftir að hinn herinn fór (og svo er hægt að láta sig dreyma um að stofna íslenskan her og fá að vera hershöfðingi). Verra er með konurnar, þær eru flestar sloppnar útaf heimilunum og sitja jafnvel við ríkisstjórnarborðið.
En það er hægt að styrkja karlmennskuna á öðrum vígstöðvum, hvetja hana til mótvægis við þetta bölvaða kvenfrelsi. Gott er auðvitað að hafa sem flesta skoðanabræður sína við völd og í sæti dómara við hæstarétt og héraðsdóma landsins. Þeir sjá nú aldeilis um að koma réttu skilaboðunum á framfæri; það er alltílæ að berja konur og nauðga þeim - hvað eru þær líka alltaf að þvælast?
Svo eru það klámdreifararnir og vændissalarnir, sem nota konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og eru vímuefnasjúkar ef þær voru ekki beinlínis fluttar inn og látnar vinna gegn vilja sínum við að fróa kynórum karlmanna - slíkir klámkóngar eru í miklu uppáhaldi því í þeirra salarkynnum safnast mikið af testósteróni og það er efni sem kemur mönnum eins og Birni Bjarnasyni í vímu. Smotterí eins og líðan kvennanna er aukaatriði: Karlmennskunni allt!
--
Annars fannst mér fyndin tilgáta hjá einum bloggara sem ýjaði að því að „Geirinn hefði eitthvað á Björninn“. Ég er nú svosem ekkert viss um það en samtrygging karla er mikil: Sá síðarnefndi vill örugglega skora stig hjá sambræðrum sínum sem vilja sækja slíka staði. Og þar á meðal eru - eins og myndir sanna - menn í hans eigin stjórnmálaflokki.
Það er erfitt fyrir menn eins og Björn Bjarnason að vera uppi á vorum tímum. Í áratugi hefur allskonar skríll haldið því fram að vopnavald sé óþarft, að hægt sé að ná sáttum milli deiluaðila, að friður sé mögulegur. Sama fólk heldur því oft á tíðum fram að samfélaginu gæti verið stjórnað af bæði körlum og konum, og kippir þarmeð algerlega fótunum undan karlmönnum eins og Birni sem vita hvað er að vera karlmaður og í hvað konur eru brúkanlegar. Heimsmyndin riðar til falls en menn í stöðu Björns Bjarnasonar hafa vald til að styrkja þá heimsmynd sem þeir vilja sjá, hvað sem tautar og raular í kommúnistum og rauðsokkum. Það er bara hægt að stofna sérsveitir og varalið og kalla til her eftir að hinn herinn fór (og svo er hægt að láta sig dreyma um að stofna íslenskan her og fá að vera hershöfðingi). Verra er með konurnar, þær eru flestar sloppnar útaf heimilunum og sitja jafnvel við ríkisstjórnarborðið.
En það er hægt að styrkja karlmennskuna á öðrum vígstöðvum, hvetja hana til mótvægis við þetta bölvaða kvenfrelsi. Gott er auðvitað að hafa sem flesta skoðanabræður sína við völd og í sæti dómara við hæstarétt og héraðsdóma landsins. Þeir sjá nú aldeilis um að koma réttu skilaboðunum á framfæri; það er alltílæ að berja konur og nauðga þeim - hvað eru þær líka alltaf að þvælast?
Svo eru það klámdreifararnir og vændissalarnir, sem nota konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og eru vímuefnasjúkar ef þær voru ekki beinlínis fluttar inn og látnar vinna gegn vilja sínum við að fróa kynórum karlmanna - slíkir klámkóngar eru í miklu uppáhaldi því í þeirra salarkynnum safnast mikið af testósteróni og það er efni sem kemur mönnum eins og Birni Bjarnasyni í vímu. Smotterí eins og líðan kvennanna er aukaatriði: Karlmennskunni allt!
--
Annars fannst mér fyndin tilgáta hjá einum bloggara sem ýjaði að því að „Geirinn hefði eitthvað á Björninn“. Ég er nú svosem ekkert viss um það en samtrygging karla er mikil: Sá síðarnefndi vill örugglega skora stig hjá sambræðrum sínum sem vilja sækja slíka staði. Og þar á meðal eru - eins og myndir sanna - menn í hans eigin stjórnmálaflokki.
<< Home