laugardagur, apríl 26, 2008

Klámdreifingarpostulinn úr ráðuneytinu

Ég var auðvitað varla búin að fagna áfangasigri þegar kaldur veruleikinn blasti við : Grófu klámefni er dreift á sjónvarpsrásum, sem annarsvegar eru í eigu 365 miðla og hinsvegar Símans.

Frjálshyggjusnúðurinn í forstjórastóli 365 miðla, Ari Edwald - sem tók við áskorunum Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á tröppum Stjórnarráðsins árið 1995 - segir að ákveðið hafi verið að færa sig yfir í gróft klám (en Playboy rásin ku líka vera á vegum 365) til að bæta samkeppnisstöðuna.

Ég endurtek: Grófu klámi er dreift í samkeppnisskyni.

Djöfull er frjálshyggja ógeðsleg. Og klámhundarnir sem aðhyllast hana líka.

Efnisorð: , ,