laugardagur, maí 31, 2008

Farið hefur fé betra

Tveimur ungum karlmönnum hafa nú verið dæmdar bætur vegna kynferðisbrota sem þeir urðu fyrir af hendi kennara síns þegar þeir voru unglingar. Þeir höfðu fyrir nokkrum árum lagt í það erfiða ferli að kæra þennan fyrrverandi kennara sinn fyrir kynferðisofbeldi en DV komst á snoðir um kæruna og sló henni upp á forsíðu. Barnaníðingurinn sálgaði sér þá og féll þá kæran um sjálfa sig, enda ekki hægt að lögsækja dauðan mann. Hann var af mörgum álitinn hafa dáið píslarvættisdauða og kepptust vinir og ættingjar barnaníðingsins um að mæra hann í fjölmiðlum. Nú er hið sanna komið í ljós: hann var sekur. Loksins fá fórnarlömb hans uppreisn æru.

Þó það hafi skaðað rannsókn málsins í upphafi að hann drap sig þá er ég reyndar ósköp sátt við að hann sé dauður. Þegar ég heyrði að þessi tiltekni kynferðisbrotamaður hefði kálað sér sagði ég og segi enn: Þeir mættu fleiri drepa sig helvítin.

Efnisorð: ,