þriðjudagur, júní 03, 2008

Ísbirnir eru í útrýmingarhættu

Að sjálfsögðu var ísbjörninn drepinn. Algert aukaatriði að engin hætta stafaði af honum, að hægt hefði verið að bíða eftir að fá lyf til að svæfa hann og flytja annað.

Íslendingum almennt - og karlmönnum sérstaklega - er alveg sama um dýr í útrýmingarhættu. Hvort heldur það eru ísbirnir eða hvalir. Væri þeim boðið á tígrisdýraveiðar myndu þeir kátir drepa þau líka.

Íslenskum karlmönnum finnst þeir alltaf þurfa að drepa allt sem fyrir verður. Sá sem skaut ísbjörninn mun örugglega koma í öllum fréttum og verða mikil hetja. Og sofnar með standpínu í nótt.

Efnisorð: ,