Draumur um jafnari kjör
Þegar ég reyni að sjá fyrir mér jöfnuð í samfélaginu nota ég ekki ósvipaða aðferð og notuð var í frétt RÚV um mánaðarlaun. Mér finnst hlutfall af launum æðsta stjórnanda fyrirtækis og þeirrar sem lægst fær launin nefnilega eiga að vera takmörkum háð, þ.e.a.s. að hæstu launin verði aldrei hærri en svo að lægstu launin hækki hlutfallslega jafn mikið, þannig helst jafnvægi. Fái óbreytt starfsfólk á leikskólum 200.000 (allt undir þeirri upphæð er hneyksli miðað við núgildandi verðlag og helst ætti það að vera lágmark 250.000 en þetta er slétt og hentug tala til að nota hér) þá fái leikskólastjórinn t.d. 300.000 og borgarstjórinn ekki meira en átta hundruð þúsund, svo dæmi sé tekið. Séu lægstu laun afgreiðslufólks 200.000 fái formaður verkalýðsfélagsins ekki meira en átta hundruð þúsund.
Sama gildi um banka og hvaða fyrirtæki sem nöfnum tjáir að nefna: með því að yfirmennirnir stingi ekki undirmenn sína af í launum hafa þeir þó nokkurn skilning á kjörum þeirra sem minnst bera úr býtum. Hækki einn hópur þá hækka allir. Það hlýtur að halda hagvextinum gangandi, ekki síður en það að einstakir stjórnendur séu með margföld árslaun meðaltekjufólks í mánaðartekjur.
Sem hvatningu til betri og meiri verka (þetta segi ég til mótvægis við þá fullyrðingu að athafnasemi koðni niður fái ekki (útvaldir) yfirmenn endalaust hærri laun), þá mætti verðlauna slíkt með lengri fríum. Svona í stíl við það sem Svíar gera í sambandi við yfirvinnu; þar eykst fríið en ekki launin við það að vinna meira en um var samið í upphafi. Aldrei hef ég heyrt Svía kvarta undan því.
En hitt er hörmulegt, að sumir beri 1.780.000 krónur úr býtum fyrir að mæta í vinnuna en restin sé á launum allt niður í 140.000.
(Skrifað á frídegi verslunarmanna.)
Sama gildi um banka og hvaða fyrirtæki sem nöfnum tjáir að nefna: með því að yfirmennirnir stingi ekki undirmenn sína af í launum hafa þeir þó nokkurn skilning á kjörum þeirra sem minnst bera úr býtum. Hækki einn hópur þá hækka allir. Það hlýtur að halda hagvextinum gangandi, ekki síður en það að einstakir stjórnendur séu með margföld árslaun meðaltekjufólks í mánaðartekjur.
Sem hvatningu til betri og meiri verka (þetta segi ég til mótvægis við þá fullyrðingu að athafnasemi koðni niður fái ekki (útvaldir) yfirmenn endalaust hærri laun), þá mætti verðlauna slíkt með lengri fríum. Svona í stíl við það sem Svíar gera í sambandi við yfirvinnu; þar eykst fríið en ekki launin við það að vinna meira en um var samið í upphafi. Aldrei hef ég heyrt Svía kvarta undan því.
En hitt er hörmulegt, að sumir beri 1.780.000 krónur úr býtum fyrir að mæta í vinnuna en restin sé á launum allt niður í 140.000.
(Skrifað á frídegi verslunarmanna.)
Efnisorð: Verkalýður
<< Home