föstudagur, október 10, 2008

Nú er það svart

Fyrir réttum mánuði var settur af stað sterkeindahraðall í Evrópsku öreindarannsóknastöðinni CERN í Sviss í því skyni að kanna upphaf alheimsins - Miklahvell - og hélt svartsýnn almenningur að þá gæti svarthol myndast. Það er þegar risastór strúktúr hrynur saman, innávið og eftir stendur myrkrið eitt, þar er engin ljósglæta.

Sviss hefur lengi verið miðstöð bankakerfis.

Hvort fór þá tilraunin úrskeiðis eða heppnaðist fullkomlega?

Efnisorð: ,