mánudagur, október 13, 2008

Forherðing

Séu bornar sakir á saklausan mann eru allar líkur á að hann bregðist illa við, missi jafnvel stjórn á skapi sínu í viðleitni sinni til að bera af sér ávirðingarnar.
Sé maður með vonda samvisku borinn sökum bregst hann að öllum líkindum harkalega við til þess að verja sig.
Forhertur maður skiptir ekki skapi og hækkar ekki róminn. Hann situr bara sallarólegur og endurtekur lygina.

Talandi um viðtalið við Jón Ásgeir; ekki var Davíð Oddsson skárri í Kastljósinu um daginn. Sagði með Jesúsvip að það mætti svo sem alveg kenna sér um þetta allt - enda sannfærður um að ekkert væri sér að kenna. Og brá svo mjög vandlega útaf flokkslínunni, sem þessa dagana hljóðar uppá að það megi ekki benda á sökudólga, og talaði um brennuvarga. Þar átti hann auðvitað hvorki við sig, aðra Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkinn eða sína menn í bönkunum (Björgúlf, Kjartan Gunnarsson o.fl.) heldur félaga sinn í siðblindingjafélaginu: Jón Ásgeir.

Efnisorð: ,