fimmtudagur, október 30, 2008

Úthreinsun

Það þarf að losna við fólk sem hefur stutt, staðið fyrir og fundist frjálshyggjan frábær með þeim afleiðingum sem nú er öllum orðin ljós. Ég legg til að allir þeir sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn* síðustu 17 ár skulu hengdir uppá löppunum.** Með því móti fá allir sinn skerf: „útrásarvíkingar,“ þingmenn, ráðherrar, Seðlabankastjóri, Fjármálaeftirlit og líklega megnið af bankaliðinu, og síðast en ekki síst: klappliðið sem fannst þetta svo frábært og vildu bara grilla en ekki bera neina samfélagslega ábyrgð, því þeir eru svo miklir „einstaklingar.“

___
*Já, ég veit að fólk innan annarra flokka og sem stendur utan flokka var líka í klappliðinu eða jafnvel gerendur, en þetta ætti að slá á mestu græðgina og verða hinum víti til varnaðar.

** Viðbót, löngu síðar: Oft gleymi ég því sem ég hef skrifað á þetta blogg og man aldrei neitt orðrétt, nema þetta sem ég skrifaði hér um að hengja fólk upp á löppunum. Ég las nefnilega blogg þar sem svipuð uppástunga var lögð fram og var hún myndskreytt með frægri ljósmynd af Mússólíní dauðum og hékk öfugur ásamt konu sinni. Ég hafði allsekki verið með þann atburð í huga og fannst óþægilegt að bloggfærslan mín hefði líklega verið lesin á þann hátt, og hefur það ásótt mig lengi þó ég hafi ekki úr því bætt fyrr en nú.
Það sem ég var semsagt að hugsa (fyrir utan að nota þetta orðalag meira eins og frasa) var sena úr Hrafnkels sögu Freysgoða, þar sem skorið er í hásinarnar á Hrafnkeli og hann hengdur upp á löppunum til að niðurlægja hann og kúga. „Þá taka þeir Hrafnkel og hans menn og bundu hendur þeirra á bak aftur. Eftir það brutu þeir upp útibúrið og tóku reip ofan úr krókum, taka síðan hnífa sína og stinga raufar á hásinum þeirra og draga þar í reipin og kasta þeim svo upp yfir ásinn og binda þá svo átta saman.“ (Síðar voru þeir leystir niður og enginn dó).
Ekki að mér sé mikill sómi að því að hvetja til pyntinga en það var þó allavega ekki örlög Mússólínís sem ég óskaði Sjálfstæðismönnum.

Efnisorð: , ,