miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Til hamingju Ameríkanar!

Það eru mikil og góð tíðindi að Barack Obama hafi verið kosinn forseti Bandaríkjanna.* Nú geta Bandaríkjamenn farið að bera höfuðið hátt á ferðum sínum erlendis, en sá plagsiður hefur verið að skamma hvern þeirra fyrir aðgerðir Bush og stjórnar hans, t.d. fyrir Íraksstríðið.

Nú grenja hinsvegar Íslendingar vegna viðmóts sem þeir mæta erlendis og skilja ekkert í hvernig hægt sé að ruglast á íslenskum almúga og þeim sem raunverulega bera ábyrgð á hruni bankanna.


___
* Það er mér sönn ánægja að játa að ég hafði rangt fyrir mér þegar ég taldi engar líkur á að hann næði kjöri.

Efnisorð: