Sömu laun fyrir sömu vinnu
Steinunn Stefánsdóttir skrifar fínan leiðara í Fréttablaðinu í dag um launamun kynjanna. Þar segir hún m.a. þetta:
Þó það komi kristaltært fram í leiðaranum að launamunur kynjanna sé enn gríðarlega mikill þá þykir mér Steinunn ekki gera nógu vel grein fyrir þvi að ríkisstjórnin hefur brugðist konum í þessu máli. Það er ekki nóg að nú séu til tölur „til viðmiðunar í framhaldinu“ þegar markmið ríkisstjórnarinnar var að minnka launamun - og að það hefur alls ekki tekist. Steinunn eggjar þó vinnuveitendur til dáða og hvetur til samstillts átaks um að auka ekki á launamuninn nú þegar kreppir að. En mér finnst hún samt setja ábyrgðina fullmikið á herðar kvenna þegar hún segir að konur verði að koma vel undirbúnar í launasamtöl og krefjast launa á við karla. Í því umhverfi sem við höfum hrærst í undanfarin ár hafa verkalýðsfélög látið launþega um að semja sjálfa um sín laun en launaleynd hefur ríkt og því oft nánast vonlaust að vita hvernig fólk á að verðleggja vinnu sína. Að ætlast til þess að konur - sem markvisst hafa fengið að heyra frá fæðingu að þær séu síðri körlum - krefjist sömu (hvaða?) launa, ja þar er verið að snúa hlutum á hvolf. Það er alveg ljóst að vinnuveitandinn er sá sem veit hve mikils virði starfið er og hvað hægt er að borga, Ef fyrirtæki getur borgað einhverjum 300.000 fyrir að vinna starf, þá á ekki að borga karli meira en það og sannarlega ekki konu minna. Það getur ekki verið svo erfitt að fara eftir því.
Steinunn talar líka um „væntingar kvenna til launa“ en ég held að það sé rangnefni, nær væri að tala um „konur búast ekki við að fá hærri laun en þetta“. Það vonast engin kona til að fá lág laun, en reynslan sýnir að það hefur ekki verið raunhæft að búast við miklu frá vinnuveitendum
Ég ítreka að mér finnst leiðari Steinunnar góður og hún hefur verið dugleg að halda á lofti feminískum sjónarmiðum í leiðurum sínum.
Að sama skapi hafa vinnuveitendur verið duglegir að halda á lofti and-feminískum sjónarmiðum. Jæja, það er þá alltaf von til þess að þeir fari á hausinn, helvískir.
„Konur á Íslandi eru með 16,3 prósentum lægri laun en karlar eftir að tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar. Þetta er óásættanleg staðreynd á árinu 2008.
Ríkisstjórn Íslands hefur á stefnuskrá sinni að draga úr launamun kynjanna. Til að geta fylgst með árangri hefur Félagsvísindastofnun gert launakönnun fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið. Meginmarkmið könnunarinnar var að kanna laun og launasamsetningu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði til að komast að því hvort kynbundinn launamunur væri fyrir hendi, hve mikill hann væri og hvort og hvernig mætti skýra muninn. Könnunin tekur til karla og kvenna á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi og bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun er gerð á launamun kynjanna og mun hún áreiðanlega nýtast vel til viðmiðunar í framhaldinu.
Ýmis stéttarfélög hafa gengist fyrir launakönnunum þar sem sýnt hefur verið fram á mismikinn launamun milli kynja. Niður stöður úr fyrrnefndri könnun Félagsvísindastofnunar koma því ekki á óvart. Ljóst er að enn er langt í land að launajafnrétti náist.
Einkum vekur staða kvenna úti á landi þó eftirtekt en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er kynbundinn launamunur umtalsvert meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru konur með 27,5 prósentum lægri laun en karlar meðan munurinn nemur 9,3 prósentum á höfuðborgarsvæðinu.“
Þó það komi kristaltært fram í leiðaranum að launamunur kynjanna sé enn gríðarlega mikill þá þykir mér Steinunn ekki gera nógu vel grein fyrir þvi að ríkisstjórnin hefur brugðist konum í þessu máli. Það er ekki nóg að nú séu til tölur „til viðmiðunar í framhaldinu“ þegar markmið ríkisstjórnarinnar var að minnka launamun - og að það hefur alls ekki tekist. Steinunn eggjar þó vinnuveitendur til dáða og hvetur til samstillts átaks um að auka ekki á launamuninn nú þegar kreppir að. En mér finnst hún samt setja ábyrgðina fullmikið á herðar kvenna þegar hún segir að konur verði að koma vel undirbúnar í launasamtöl og krefjast launa á við karla. Í því umhverfi sem við höfum hrærst í undanfarin ár hafa verkalýðsfélög látið launþega um að semja sjálfa um sín laun en launaleynd hefur ríkt og því oft nánast vonlaust að vita hvernig fólk á að verðleggja vinnu sína. Að ætlast til þess að konur - sem markvisst hafa fengið að heyra frá fæðingu að þær séu síðri körlum - krefjist sömu (hvaða?) launa, ja þar er verið að snúa hlutum á hvolf. Það er alveg ljóst að vinnuveitandinn er sá sem veit hve mikils virði starfið er og hvað hægt er að borga, Ef fyrirtæki getur borgað einhverjum 300.000 fyrir að vinna starf, þá á ekki að borga karli meira en það og sannarlega ekki konu minna. Það getur ekki verið svo erfitt að fara eftir því.
Steinunn talar líka um „væntingar kvenna til launa“ en ég held að það sé rangnefni, nær væri að tala um „konur búast ekki við að fá hærri laun en þetta“. Það vonast engin kona til að fá lág laun, en reynslan sýnir að það hefur ekki verið raunhæft að búast við miklu frá vinnuveitendum
Ég ítreka að mér finnst leiðari Steinunnar góður og hún hefur verið dugleg að halda á lofti feminískum sjónarmiðum í leiðurum sínum.
Að sama skapi hafa vinnuveitendur verið duglegir að halda á lofti and-feminískum sjónarmiðum. Jæja, það er þá alltaf von til þess að þeir fari á hausinn, helvískir.
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, Verkalýður
<< Home