Þú tortryggir ekki eftir á
Í Kastljósi í gær kom í ljós að þingmanni Samfylkingar finnst verst hve mikil tortryggni er í samfélaginu. Ekki að fólki þyki ástæða til að tortryggja stjórnvöld, bankamenn og embættismenn, heldur að fólk sé svona tortryggið.
Í kvöld situr svo ráðherra bankamála fyrir svörum og finnst að það eigi aðrir að svara því sem hann er spurður að, og er þó yfirmaður þeirra. Honum finnst ekkert að því að endurskoðunarskrifstofa rannsaki viðskiptavini sína - viðskiptavini sem endurskoðunarskrifstofan hefur skrifað uppá ársreikninga hjá - fyrr en honum er bent á það. Og einhverra hluta vegna vissi hann heldur ekkert af því enda þótt t.d. Fjármálaeftirlitið (sem hann er yfir) hafi vitað það.
Er ráðherra bankamála markvisst útilokaður í ríkisstjórninni og af embættismönnum? Hann fær ekkert að vita og látinn standa eins og glópur skipti eftir skipti. Seðlabankastjóri talaði ekki við hann í heilt ár. Er öllum svona illa við Björgvin eða lokar hann sig inná skrifstofu og tekur ekki síma og les ekki tölvupóst? Hvar er hann á netinu þegar allar síður loga af uppljóstrunum um hneyksli tengdum bönkunum?
Í kvöld situr svo ráðherra bankamála fyrir svörum og finnst að það eigi aðrir að svara því sem hann er spurður að, og er þó yfirmaður þeirra. Honum finnst ekkert að því að endurskoðunarskrifstofa rannsaki viðskiptavini sína - viðskiptavini sem endurskoðunarskrifstofan hefur skrifað uppá ársreikninga hjá - fyrr en honum er bent á það. Og einhverra hluta vegna vissi hann heldur ekkert af því enda þótt t.d. Fjármálaeftirlitið (sem hann er yfir) hafi vitað það.
Er ráðherra bankamála markvisst útilokaður í ríkisstjórninni og af embættismönnum? Hann fær ekkert að vita og látinn standa eins og glópur skipti eftir skipti. Seðlabankastjóri talaði ekki við hann í heilt ár. Er öllum svona illa við Björgvin eða lokar hann sig inná skrifstofu og tekur ekki síma og les ekki tölvupóst? Hvar er hann á netinu þegar allar síður loga af uppljóstrunum um hneyksli tengdum bönkunum?
<< Home