sunnudagur, desember 07, 2008

Sumt breytist, annað ekki

Ekki skánaði bíómyndin Skytturnar við að horfa á hana í annað sinn. Ég ákvað samt að eyða í það kvöldinu enda mundi ég nánast ekkert eftir henni nema að mér hafði fundist hún leiðinleg. Og það er svosem ekkert skrítið, hún inniheldur stóran skammt af því sem ég þoli ekki: Hvalveiðar, klám, nektardans.

Það sem gerði þó myndina áhugaverða núna var að sjá hve allt hefur breyst í Reykjavík á þeim rúmum tuttugu árum síðan hún var frumsýnd. Þarna mátti sjá matsölustaði sem löngu hafa lagt upp laupana, hús sem eru horfin, bíla á gömlum númerum, hárgreiðsla kvenna og klæðnaður almennt frekar vandræðalegur, búningar löggunnar voru öðruvísi og svarta maría stóð undir nafni, Helgi Björns var grannur.

Eitt hefur þó ekkert breyst. Íslenskir karlmenn eru alltaf jafn ömurlega leiðinlegir þegar þeir eru fullir.

Efnisorð: , ,