Forsætisráðherra í ljósi sögunnar
Undanfarnar vikur hafa komið upp ýmsar kenningar um afhverju Geir Haarde hefur ekki rekið Davíð Oddsson úr stóli Seðlabankastjóra. Ein þeirra gengur útá það sem nú kemur fram í fréttum, að Davíð hóti endurkomu í pólitík verði hann rekinn úr starfi. Það er semsagt bara af ótta við klofning í Sjálfstæðisflokknum sem Geir Haarde leyfir Davíð að delera í bankanum, almenningi til mikillar gremju og umheiminum til hneykslunar.
Þetta er reyndar týpískt fyrir karla og þá auðvitað sérstaklega þá sem aðhyllast frjálshyggju, þar sem einkahagsmunirnir eru í fyrirrúmi og samfélag er smámál sem engu skiptir. Hvorugur þeirra vill að í sögubækur verði skráð: hann var rekinn með skömm eða hann glutraði niður fylgi og þar með völdum Sjálfstæðisflokksins. Báðum er skítsama um álit umheimsins og skoðanir landsmanna.
Þetta er reyndar týpískt fyrir karla og þá auðvitað sérstaklega þá sem aðhyllast frjálshyggju, þar sem einkahagsmunirnir eru í fyrirrúmi og samfélag er smámál sem engu skiptir. Hvorugur þeirra vill að í sögubækur verði skráð: hann var rekinn með skömm eða hann glutraði niður fylgi og þar með völdum Sjálfstæðisflokksins. Báðum er skítsama um álit umheimsins og skoðanir landsmanna.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, pólitík
<< Home