fimmtudagur, desember 04, 2008

Forsætisráðherra í ljósi sögunnar

Undanfarnar vikur hafa komið upp ýmsar kenningar um afhverju Geir Haarde hefur ekki rekið Davíð Oddsson úr stóli Seðlabankastjóra. Ein þeirra gengur útá það sem nú kemur fram í fréttum, að Davíð hóti endurkomu í pólitík verði hann rekinn úr starfi. Það er semsagt bara af ótta við klofning í Sjálfstæðisflokknum sem Geir Haarde leyfir Davíð að delera í bankanum, almenningi til mikillar gremju og umheiminum til hneykslunar.

Þetta er reyndar týpískt fyrir karla og þá auðvitað sérstaklega þá sem aðhyllast frjálshyggju, þar sem einkahagsmunirnir eru í fyrirrúmi og samfélag er smámál sem engu skiptir. Hvorugur þeirra vill að í sögubækur verði skráð: hann var rekinn með skömm eða hann glutraði niður fylgi og þar með völdum Sjálfstæðisflokksins. Báðum er skítsama um álit umheimsins og skoðanir landsmanna.

Efnisorð: , ,