föstudagur, desember 19, 2008

Dómur yfir dýraníðingi

Ég hef áður skrifað um dýraníðinga og það vald sem karlmönnum þykir sjálfsagt að sýna öllum þeim sem þeir þykjast æðri. Sjaldgæft er að vitni sé að því þegar karlar misþyrma sér minni máttar en í Kompásþætti í fyrra var þó sýnt myndbandsupptaka af karlmanni að berja hest þegar hann hélt að enginn sæi til. Hann fékk núna dóm, helvítið á honum, og hann auðvitað alltof vægan. En það er samt mikilvægt að Hilmar Hróarsson var dreginn fyrir dómstóla og dæmdur sekur - þrátt fyrir hina fyrirsjáanlegu ég-lamdi-ekkert-fast-og-ég-má-það-alveg málsvörn hans.

En mikið þyrfti að laga dýraverndunarlög og gera þau skilvirkari.

Mig dreymir um dýraverndunarlöggu, eins og sjá má í ýmsum þáttum á Animal Planet. Ég býð mig fram.

Efnisorð: , , ,