Lifandi dýr eru ekki jólagjafir
Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að fólk hafi snúið frá villu síns vegar í neyslukapphlaupinu og einbeiti sér frekar að mjúku málunum. Dýrahald er tekið sem dæmi um þetta og sagt frá því að nú komi fleiri í Kattholt, sem Kattavinafélagið rekur, til að fá sér kisur. Í Fréttablaðinu í dag er líka sagt frá því að Dýrahjálp hafi milligöngu um að finna ný heimili fyrir dýr, og þá fyrir alla ferfætlinga. Þar kemur fram - sem er mikilvægur punktur - að í kreppu verði fleiri dýr heimilislaus. Það er nefnilega ekki bara í góðæri sem dýrum er hent út á guð og gaddinn af miskunnarlausu mannfólkinu, heldur áttar fólk sig oft ekki á fyrr en á það reynir hve dýrt það er að halda gæludýr.
Fyrir utan bólusetningar og skrásetningargjöld,* eiga þessir loðboltar það nefnilega til að togna, brotna, skera sig, éta eitthvað sem þeim verður meint af, fá pestir, ofnæmi og magakveisur, garnaflækjur og krabbamein, svo fátt eitt sé talið. Það þarf að vaka yfir þessum krílum þegar þau veikjast og bruna með þau til dýralæknis á öllum tímum sólarhrings og það þarf að skera upp og gefa lyf (við litla hrifningu sjúklingsins). Og allt kostar þetta tíma og fyrirhöfn - og síðast en ekki síst - peninga.*** Það er ömurlegt hve mörg dýr eru svæfð hinsta sinni vegna þess að eigandinn hefur ekki efni á læknisþjónustu. (Svo ekki sé minnst á pakkið sem hafði efni á því í góðærinu en ákvað að það væri þægilegra að lóga þessum einstaklingi því það væri alltaf hægt að fá annan kött/hund seinna. Svoleiðis fólk lætur líka lóga dýrum þegar það fer í sumarfrí. Og svoleiðis fólki má lóga fyrir mér, skítapakk sem það er).
Eins og efnahagsástandið er - og við vitum öll að það á eftir að verða verra - þá á fólk ekki að fá sér gæludýr nema það geri sér grein fyrir þessu. Kostnaðinum. Kannski er sá tími liðinn að fólk fái sér gæludýr til að sýnast fyrir öðrum (hvað annað átti það að þýða að alltíeinu þurftu allir nauðsynlega að eiga hreinræktaðan hund?) en það ber ekki vitni um að gildin hafi breyst, a.m.k. ekki í mínum augum, ef fólk ætlar að fá sér gæludýr til að eiga meðan vel gengur og láta svo annaðhvort drepa það eða henda því út úr bílnum á víðavangi (því dauðasprautan kostar sitt).
Mig rámar í herferð sem var farin í Englandi held ég, eða allavega í enskumælandi landi, þar sem sagði að hundur væri ekki jólagjöf. Þá var ekki bara átt við að það væri fáránlegt að birtast með hund þar sem hundur væri kannski ekki velkominn, heldur líka það að eftir jólin er hundurinn (og auðvitað köttur og önnur dýr) áfram lifandi vera sem ætti tilverurétt. Hundurinn, sem oftast er lítill sætur hvolpur á jólunum, stækkar, slefar, það þarf að venja hann á að pissa úti, svo verður hann kynþroska ... Listinn er endalaus og öfugt við börn** þá verða hundar og kettir aldrei fullorðnir og fara að heiman, heldur búa þeir hjá eigendum sínum þar til elli eða sjúkdómar leggja þá að velli. Að fá sér hund eða kött er lágmark tíu ára skuldbinding og slíka ákvörðun ætti enginn að taka bara vegna þess að litli hnoðrinn er svo sætur.
Vonandi verður engin kisa jólagjöf í ár.
___
* Alla ketti ætti að gera ófrjóa, bæði læður og fress. Það er mikill misskilningur að læður verði að fá að eignast kettlinga a.m.k. einu sinni, þeim verður ekkert meint af því að fara á mis við það. Í hvert sinn sem kettlingar koma í heiminn eykst fjöldi katta sem sæta illri meðferð, lenda á vergangi eða þarf að lóga því enginn vill eiga þá. Ófrjósemisaðgerðir og geldingar eru eina lausnin við þeim vanda, ekki að „leyfa minni læðu að eiga kettlinga, bara einu sinni.“
** Talandi um börn, þá er furðulegt hve margt fólk fær sér gæludýr án þess að gera ráð fyrir að börnin á heimilinu geti verið með ofnæmi. Afhverju er ekki farið með þau í ofnæmispróf fyrst? Einhverntímann heyrði ég á tal fólks sem var að tala um hjón sem voru að reyna að gefa köttinn sinn því barnið á heimilinu hefði greinst með ofnæmi fyrir honum. Ég sagði þá að það væri nær að losa sig við barnið, því það væri offramboð af köttum en sífellt vantaði börn til ættleiðingar. Ekki hlaut þetta góðan hljómgrunn viðstaddra.
*** Nokkrum dögum eftir að þetta er skrifað (29.12) er erlend frétt í Mogganum með yfirskriftinni „Hafa ekki lengur ráð á gæludýrum“ og segir þar frá því að efnahagsvandinn í Bandaríkjunum valdi því að fjölmargir neyðist til að gefa, selja eða lóga dýrunum sínum. Þar segir að talið sé að það kosti að meðaltali um 1400 dollara á ári eða um 170þús íslenskar á gengi dagsins í dag, að eiga hund, en 1000 dollara að eiga kött. Kostnaðurinn sé vegna fóðurs, læknisaðstoðar og annarrar umönnunar. Öll dýraathvörf séu yfirfull vegna þess að fólk losar sig við dýr og einnig vegna þess að aðrir treysta sér ekki til að taka gæludýr eins og sakir standa. Og nú þýðir ekkert fyrir Íslendinga að segja að þarna muni miklu á upphæðum vegna lækniskostnaðar því heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sé svo dýrt, því að hér á landi eru dýralækningar ekki niðurgreiddar frekar en þar.
Fyrir utan bólusetningar og skrásetningargjöld,* eiga þessir loðboltar það nefnilega til að togna, brotna, skera sig, éta eitthvað sem þeim verður meint af, fá pestir, ofnæmi og magakveisur, garnaflækjur og krabbamein, svo fátt eitt sé talið. Það þarf að vaka yfir þessum krílum þegar þau veikjast og bruna með þau til dýralæknis á öllum tímum sólarhrings og það þarf að skera upp og gefa lyf (við litla hrifningu sjúklingsins). Og allt kostar þetta tíma og fyrirhöfn - og síðast en ekki síst - peninga.*** Það er ömurlegt hve mörg dýr eru svæfð hinsta sinni vegna þess að eigandinn hefur ekki efni á læknisþjónustu. (Svo ekki sé minnst á pakkið sem hafði efni á því í góðærinu en ákvað að það væri þægilegra að lóga þessum einstaklingi því það væri alltaf hægt að fá annan kött/hund seinna. Svoleiðis fólk lætur líka lóga dýrum þegar það fer í sumarfrí. Og svoleiðis fólki má lóga fyrir mér, skítapakk sem það er).
Eins og efnahagsástandið er - og við vitum öll að það á eftir að verða verra - þá á fólk ekki að fá sér gæludýr nema það geri sér grein fyrir þessu. Kostnaðinum. Kannski er sá tími liðinn að fólk fái sér gæludýr til að sýnast fyrir öðrum (hvað annað átti það að þýða að alltíeinu þurftu allir nauðsynlega að eiga hreinræktaðan hund?) en það ber ekki vitni um að gildin hafi breyst, a.m.k. ekki í mínum augum, ef fólk ætlar að fá sér gæludýr til að eiga meðan vel gengur og láta svo annaðhvort drepa það eða henda því út úr bílnum á víðavangi (því dauðasprautan kostar sitt).
Mig rámar í herferð sem var farin í Englandi held ég, eða allavega í enskumælandi landi, þar sem sagði að hundur væri ekki jólagjöf. Þá var ekki bara átt við að það væri fáránlegt að birtast með hund þar sem hundur væri kannski ekki velkominn, heldur líka það að eftir jólin er hundurinn (og auðvitað köttur og önnur dýr) áfram lifandi vera sem ætti tilverurétt. Hundurinn, sem oftast er lítill sætur hvolpur á jólunum, stækkar, slefar, það þarf að venja hann á að pissa úti, svo verður hann kynþroska ... Listinn er endalaus og öfugt við börn** þá verða hundar og kettir aldrei fullorðnir og fara að heiman, heldur búa þeir hjá eigendum sínum þar til elli eða sjúkdómar leggja þá að velli. Að fá sér hund eða kött er lágmark tíu ára skuldbinding og slíka ákvörðun ætti enginn að taka bara vegna þess að litli hnoðrinn er svo sætur.
Vonandi verður engin kisa jólagjöf í ár.
___
* Alla ketti ætti að gera ófrjóa, bæði læður og fress. Það er mikill misskilningur að læður verði að fá að eignast kettlinga a.m.k. einu sinni, þeim verður ekkert meint af því að fara á mis við það. Í hvert sinn sem kettlingar koma í heiminn eykst fjöldi katta sem sæta illri meðferð, lenda á vergangi eða þarf að lóga því enginn vill eiga þá. Ófrjósemisaðgerðir og geldingar eru eina lausnin við þeim vanda, ekki að „leyfa minni læðu að eiga kettlinga, bara einu sinni.“
** Talandi um börn, þá er furðulegt hve margt fólk fær sér gæludýr án þess að gera ráð fyrir að börnin á heimilinu geti verið með ofnæmi. Afhverju er ekki farið með þau í ofnæmispróf fyrst? Einhverntímann heyrði ég á tal fólks sem var að tala um hjón sem voru að reyna að gefa köttinn sinn því barnið á heimilinu hefði greinst með ofnæmi fyrir honum. Ég sagði þá að það væri nær að losa sig við barnið, því það væri offramboð af köttum en sífellt vantaði börn til ættleiðingar. Ekki hlaut þetta góðan hljómgrunn viðstaddra.
*** Nokkrum dögum eftir að þetta er skrifað (29.12) er erlend frétt í Mogganum með yfirskriftinni „Hafa ekki lengur ráð á gæludýrum“ og segir þar frá því að efnahagsvandinn í Bandaríkjunum valdi því að fjölmargir neyðist til að gefa, selja eða lóga dýrunum sínum. Þar segir að talið sé að það kosti að meðaltali um 1400 dollara á ári eða um 170þús íslenskar á gengi dagsins í dag, að eiga hund, en 1000 dollara að eiga kött. Kostnaðurinn sé vegna fóðurs, læknisaðstoðar og annarrar umönnunar. Öll dýraathvörf séu yfirfull vegna þess að fólk losar sig við dýr og einnig vegna þess að aðrir treysta sér ekki til að taka gæludýr eins og sakir standa. Og nú þýðir ekkert fyrir Íslendinga að segja að þarna muni miklu á upphæðum vegna lækniskostnaðar því heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sé svo dýrt, því að hér á landi eru dýralækningar ekki niðurgreiddar frekar en þar.
<< Home