laugardagur, janúar 10, 2009

Að hyggja að óskum sínum

Guðlaugur heilbrigðisráðherra er lifandi dæmi um að hægt sé að fá allar sínar óskir uppfylltar, bara ef hugsað er nógu stíft. Stundum er þetta kallað að síkreta og er þá verið að tala um aðferðafræði bókarinnar og kvikmyndarinnar The Secret, en þar mun áherslan semsagt vera á að hugsa um það jákvæða sem á að gerast í stað þess alltaf að hugsa neikvætt um það sem fólk óttast. Guðlaugur er eins og gangandi auglýsing fyrir The Secret því hann hefur lengi gengið með þann draum í maganum að leggja niður heilbrigðiskerfið - sem eitt sinn var fyrir alla þjóðina og skipti þá engu efnahagur þeirra veiku - og einkavæða það til hagsbóta fyrir tryggingafélög og auðmenn. Í hans veröld skipta sjúklingar og svoleiðis fólk litlu máli nema þegar það tekur upp budduna til að borga. Þessvegna er frábært að fólk sem er ekki sjúkt leiti til heilbrigðisstofnana, t.d. til að láta breyta útliti sínu. Veika liðið sem birtist aftur og aftur með kvabb og kvein getur bara tryggt sig (dýrum dómum) og reynt svo að sannfæra tryggingafélagið sitt um að veikindin hafi verið nógu alvarleg til þess að leita sér lækninga en þó ekki svo alvarleg að iðgjöld þess hækki. Svona fyrirkomulag hefur tíðkast lengi í Bandaríkjunum við mikinn fögnuð, þó aðallega fögnuð tryggingafélaganna. Fátækt fólk eða bara millistéttarfólk er ekki eins himinlifandi enda setur það fjárhaginn á hliðina til langframa veikist einhver alvarlega eða verður fyrir fötlun.

En Guðlaugur á hrós skilið fyrir að vinna að þessum draum sínum og við hin, þessi öfundsjúku sem sjáum aldrei neitt jákvætt við neitt, eigum að skammast okkar til að taka hann okkur til fyrirmyndar og fara að hugsa soldið jákvætt. Þá kannski rætast draumar okkar líka.

Annars heyrði ég um óskhyggju sem spurning er hvort rætist. Þannig er að kona ein hefur í hyggju að bjóðast til að svara í síma í sjálfboðastarfi þar sem fólk getur hringt líði því verulega illa. Komi upp sú aðstaða að viðmælandi konunnar sé algerlega vonlaus og vilji ekkert frekar en farga sér þá hyggst konan auðvitað reyna að telja viðkomandi hughvarf. Takist það ekki mun hún biðja sjálfsmorðingjann tilvonandi að gera sér greiða, svona þar sem engu sé að tapa hvorteðer. Lesa síðan upp lista yfir helstu auðkýfinga þjóðarinnar, ráðamenn, bankamenn og fleiri slordóna af þeirri sortinni og spyrja svo sjálfsmorðingjann tilvonandi hvort ekki sé ráð að taka einhvern þeirra með sér - það sé landhreinsun að þessu. Hvort svo verður vísað á vefsíður þar sem kennd er meðferð sprengiefna eða hvernig sú útfærsla á verknaðinum verður er ekki ljós, en kona þessi er samt vongóð að þessi ósk hennar verði að veruleika. Hún þarf bara að hugsa nógu jákvætt um þetta og síkreta til sín réttu aðstæðurnar.

Mér finnst þetta jákvætt hjá henni. Gangi henni allt að óskum!

Efnisorð: , , , ,