Grátið við setningu þings og forseta
Ég felldi tár í dag. Nei, ég var ekki við alþingishúsið, ég var ekki í hópi þeirra sem löggan sá ástæðu til að níðast á í þetta sinn. Heldur var ég að horfa á 44. forseta Bandaríkjanna settan í embætti. Það er ótrúlega gleðilegt að Bandaríkjamenn hafi borið gæfu til að kjósa þennan mann, bæði vegna stefnu hans en ekki síður vegna uppruna hans. Hann er sannarlega ekki af þrælum kominn, en hann er samt afrískur-ameríkani og hver hefði trúað að hann gæti orðið forseti, eins og saga Bandaríkjanna er.
Obama verður kannski ekki eins farsæll og ég myndi óska. Hans bíða hrikalega erfið verkefni: að greiða úr hryðjuverkastríðum Bush stjórnarinnar og takast á við efnahagsvandann sem er upphafið að heimskreppu, ef svo fer sem horfir. Líkurnar á að hann svífi átakalaust gegnum forsetatíð sína og styggi engann eða geri ekkert sem hægt er að átelja hann fyrir af einhverjum aðilum eru mjög litlar. Kannski nær hann ekki endurkjöri vegna þess að honum hafi mistekist, sérstaklega ef kreppan verður þá ekki afstaðin. En hann er samt bjartasta vonin.
Að sama skapi má segja að hvaða ríkisstjórn sem það yrði, sem tæki við stjórnartaumunum á Íslandi ætti við slík vandamál að etja að það væri fjarstæða að halda að sama úr hvaða úrvalsfólki hún væri samansett, það myndi aldrei fara svo að við yrðum öll sátt, hvað þá að hviss bang vandræði okkar myndu hverfa.
En við viljum samt fá að vona. Og ef við fáum tár í augun þá á það að vera vegna þess að við erum fegin að fíflin eru farin frá og hjörtu okkar fyllast von - en ekki vegna þess að löggunni sé sigað á okkur með táragas að vopni.
Obama verður kannski ekki eins farsæll og ég myndi óska. Hans bíða hrikalega erfið verkefni: að greiða úr hryðjuverkastríðum Bush stjórnarinnar og takast á við efnahagsvandann sem er upphafið að heimskreppu, ef svo fer sem horfir. Líkurnar á að hann svífi átakalaust gegnum forsetatíð sína og styggi engann eða geri ekkert sem hægt er að átelja hann fyrir af einhverjum aðilum eru mjög litlar. Kannski nær hann ekki endurkjöri vegna þess að honum hafi mistekist, sérstaklega ef kreppan verður þá ekki afstaðin. En hann er samt bjartasta vonin.
Að sama skapi má segja að hvaða ríkisstjórn sem það yrði, sem tæki við stjórnartaumunum á Íslandi ætti við slík vandamál að etja að það væri fjarstæða að halda að sama úr hvaða úrvalsfólki hún væri samansett, það myndi aldrei fara svo að við yrðum öll sátt, hvað þá að hviss bang vandræði okkar myndu hverfa.
En við viljum samt fá að vona. Og ef við fáum tár í augun þá á það að vera vegna þess að við erum fegin að fíflin eru farin frá og hjörtu okkar fyllast von - en ekki vegna þess að löggunni sé sigað á okkur með táragas að vopni.
Efnisorð: alþjóðamál, hrunið, pólitík, rasismi
<< Home