Viðrar vel til hugarfarsbyltingar
Veðrið sem var í dag (fimmtudag) er áminning um eina helstu ástæðu þess að íslenskur almenningur hefur ekki vanið sig á að standa á torgum úti og mótmæla, sama hvað hefur á dunið. Kannski kemur þetta veður samt á besta tíma, líklega einsgott að það sljákki í mótmælunum ef takast á að halda því markmiði að ekki verði mótmælt eftir klukkan átta á föstudag og laugardag. Drukknir og dópaðir gaurar geta bara haldið áfram að berjast innbyrðis á nóttunni og óþarft að blanda því við nauðsynleg mótmæli.
Þetta hlé gefur líka fólki tækifæri til að nýta tímann til að taka niður jólaskrautið. Jólatréð á Austurvelli svona seint í janúar var tímaskekkja og mátti alveg nota það í eldivið úr því sem komið var. Sama má segja um jólaseríur annarra borgarbúa, það er furðulegt að fólk skuli hafa þetta uppi við svona lengi.
Þegar ég var að alast upp þótti skömm að því að láta seríur hanga uppi fram eftir árinu. Það að taka ekki niður jólaskrautið þótti merki um óreglu og drykkjuskap; það voru ekkert nema fyllibyttur sem ekki höfðu rænu á því að taka niður skrautið.
Ég hef ekki losnað við þennan hugsunarhátt og þegar ég sé logandi seríur (en þó kannski helst þegar ég sé seríur um hábjartan dag) eða jafnvel greniskreytingar utaná húsum* og í görðum þá hugsa ég alltaf með mér að þarna búi nú greinilega óreglufólk og fer að vorkenna börnunum á heimilinu.
En það var kannski í stíl við þetta sem fólk fór almennt að hætta að taka niður skraut þó jólin væru löngu liðin og Reykjavíkurborg lætur Oslóarjólatréð standa svona lengi; hér hefur allt verið í mikilli óreglu mjög lengi. Áhrifa sukksins gætir enn.
Hugsunarháttur síðustu ára er þó líklega ekki góður eldiviður. Frekar að hann sé haugamatur.
___
* Viðbót, 25. janúar: Í ljósi þessara orða minna um greniskreytingar þykir mér kostulegt að sjá grenikransinn á útidyrahurð Geirs H Haarde forsætisráðherra, sem var mjög sýnilegur þegar hann kom út til að tala við fjölmiðla milli þess sem hann fundaði með meðráðherrum um framtíð ríkisstjórnarinnar.
Þetta hlé gefur líka fólki tækifæri til að nýta tímann til að taka niður jólaskrautið. Jólatréð á Austurvelli svona seint í janúar var tímaskekkja og mátti alveg nota það í eldivið úr því sem komið var. Sama má segja um jólaseríur annarra borgarbúa, það er furðulegt að fólk skuli hafa þetta uppi við svona lengi.
Þegar ég var að alast upp þótti skömm að því að láta seríur hanga uppi fram eftir árinu. Það að taka ekki niður jólaskrautið þótti merki um óreglu og drykkjuskap; það voru ekkert nema fyllibyttur sem ekki höfðu rænu á því að taka niður skrautið.
Ég hef ekki losnað við þennan hugsunarhátt og þegar ég sé logandi seríur (en þó kannski helst þegar ég sé seríur um hábjartan dag) eða jafnvel greniskreytingar utaná húsum* og í görðum þá hugsa ég alltaf með mér að þarna búi nú greinilega óreglufólk og fer að vorkenna börnunum á heimilinu.
En það var kannski í stíl við þetta sem fólk fór almennt að hætta að taka niður skraut þó jólin væru löngu liðin og Reykjavíkurborg lætur Oslóarjólatréð standa svona lengi; hér hefur allt verið í mikilli óreglu mjög lengi. Áhrifa sukksins gætir enn.
Hugsunarháttur síðustu ára er þó líklega ekki góður eldiviður. Frekar að hann sé haugamatur.
___
* Viðbót, 25. janúar: Í ljósi þessara orða minna um greniskreytingar þykir mér kostulegt að sjá grenikransinn á útidyrahurð Geirs H Haarde forsætisráðherra, sem var mjög sýnilegur þegar hann kom út til að tala við fjölmiðla milli þess sem hann fundaði með meðráðherrum um framtíð ríkisstjórnarinnar.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, ofbeldi
<< Home