Stutt er milli Spandau og Svörtulofta
Ég las á einhverju bloggi uppástungu um að Jóhanna forsætisráðherra léti taka hita og rafmagn af Seðlabankanum og þá myndi Davíð fyrir rest flæmast þaðan út.
Ég hef aðra uppástungu.* Lokum hann þar inni.
Rudolf Hess var einn af sjö nasistum sem fengu þann dóm í Nürnberg réttarhöldunum að dúsa til æviloka í Spandau fangelsinu í Berlín. Nokkrir þeirra fengu að fara fljótlega og þegar tveimur var sleppt 1966 var Rudolf Hess einn eftir. Hann hafði heilt fangelsi, sem upphaflega átti að rúma 600 fanga, alveg útaf fyrir sig. Hann hírðist þar lengi einn, ein tuttugu ár og þegar hann drapst úr elli 1987 var fangelsið rifið.
Þetta hlýtur að ríma ágætlega við persónugerð og fyrirferð Davíðs Oddssonar. Ég legg til að húsnæði Seðlabankans við Arnarhól - sem oft er kallað Svörtuloft - verði að hans einka prísund.** Kannski er hann bara best geymdur þar, einn og engum til skaða. Hann virðist hvorteðer ekkert vilja fara þaðan.
___
* Þetta er þá plan C
** Mér er slétt sama hvort honum verður færður matur stöku sinnum, þarf ekkert að hafa fyrir því mín vegna, en það væri a.m.k. ágætt ef að fljótlega uppúr því að almennt starfsfólk flyttist í nýjar höfuðstöðvar bankans, myndi almenningur og fjölmiðlar hætta að tala um Davíð. Það er búið að eyða í hann nógu púðri.
Ég hef aðra uppástungu.* Lokum hann þar inni.
Rudolf Hess var einn af sjö nasistum sem fengu þann dóm í Nürnberg réttarhöldunum að dúsa til æviloka í Spandau fangelsinu í Berlín. Nokkrir þeirra fengu að fara fljótlega og þegar tveimur var sleppt 1966 var Rudolf Hess einn eftir. Hann hafði heilt fangelsi, sem upphaflega átti að rúma 600 fanga, alveg útaf fyrir sig. Hann hírðist þar lengi einn, ein tuttugu ár og þegar hann drapst úr elli 1987 var fangelsið rifið.
Þetta hlýtur að ríma ágætlega við persónugerð og fyrirferð Davíðs Oddssonar. Ég legg til að húsnæði Seðlabankans við Arnarhól - sem oft er kallað Svörtuloft - verði að hans einka prísund.** Kannski er hann bara best geymdur þar, einn og engum til skaða. Hann virðist hvorteðer ekkert vilja fara þaðan.
___
* Þetta er þá plan C
** Mér er slétt sama hvort honum verður færður matur stöku sinnum, þarf ekkert að hafa fyrir því mín vegna, en það væri a.m.k. ágætt ef að fljótlega uppúr því að almennt starfsfólk flyttist í nýjar höfuðstöðvar bankans, myndi almenningur og fjölmiðlar hætta að tala um Davíð. Það er búið að eyða í hann nógu púðri.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, pólitík
<< Home