Dagdrykkjufólki til dýrðar
Það er mikið látið með þá staðreynd að fyrir tuttugu árum var farið að selja bjór á Íslandi. Sjónvarpsfréttir og Fréttaaukinn lagður undir umfjöllun um þetta stórkostlega „afmæli.“
Mig langar að sjá tölur um hve dagdrykkja hefur aukist (fyrir tíð bjórsins þótti drykkja virka daga vera augljóst dæmi um alkahólisma) og aukinn ölvunarakstur. Reyndar er ég sannfærð um að ölvunarakstur er miklu algengari en nokkrar tölur segja til um, löggan er sjaldnast að tékka á slíku nema um helgar, enda þótt bjór sé seldur og drukkinn alla daga. Ekki hef ég hitt nokkurn mann, karl eða konu, sem lítur svo á einn bjór sé nægileg ástæða til að keyra ekki bíl. Margir setja mörkin ekki fyrr en eftir tvo til þrjá bjóra.
Stórfurðulegt líka að í sama fréttatímanum sást ein fréttamaður Sjónvarps fá afgreiddan bjór (og búa sig undir að drekka hann) og önnur graðga í sig hvalkjöti. Eru Sjónvarpsfréttir nú styrktar sérstaklega af bjórinnflytjendum og Kristjáni í Hval, eða hvaða ástæður hafa fréttamenn fyrir því að auglýsa þessar vörur?
Gott hinsvegar að það var rifjað upp að Steingrímur J. Sigfússon var á móti bjórsölu.* Hann fær prik frá mér fyrir það.
___
* Steingrímur J. Sigfússon: „Ég hef til viðbótar pólitískar ástæður fyrir því að ég vil ekki standa að breytingum hvorki í áfengismálum né annarsstaðar sem gera fólkið óvirkara og sljórra gagnvart umhverfi sínu. Það tel ég að stóraukin neysla bjórs, jafnvel þó að eitthvað dragi úr neyslu annarra áfengistegunda, muni gera.“
Mig langar að sjá tölur um hve dagdrykkja hefur aukist (fyrir tíð bjórsins þótti drykkja virka daga vera augljóst dæmi um alkahólisma) og aukinn ölvunarakstur. Reyndar er ég sannfærð um að ölvunarakstur er miklu algengari en nokkrar tölur segja til um, löggan er sjaldnast að tékka á slíku nema um helgar, enda þótt bjór sé seldur og drukkinn alla daga. Ekki hef ég hitt nokkurn mann, karl eða konu, sem lítur svo á einn bjór sé nægileg ástæða til að keyra ekki bíl. Margir setja mörkin ekki fyrr en eftir tvo til þrjá bjóra.
Stórfurðulegt líka að í sama fréttatímanum sást ein fréttamaður Sjónvarps fá afgreiddan bjór (og búa sig undir að drekka hann) og önnur graðga í sig hvalkjöti. Eru Sjónvarpsfréttir nú styrktar sérstaklega af bjórinnflytjendum og Kristjáni í Hval, eða hvaða ástæður hafa fréttamenn fyrir því að auglýsa þessar vörur?
Gott hinsvegar að það var rifjað upp að Steingrímur J. Sigfússon var á móti bjórsölu.* Hann fær prik frá mér fyrir það.
___
* Steingrímur J. Sigfússon: „Ég hef til viðbótar pólitískar ástæður fyrir því að ég vil ekki standa að breytingum hvorki í áfengismálum né annarsstaðar sem gera fólkið óvirkara og sljórra gagnvart umhverfi sínu. Það tel ég að stóraukin neysla bjórs, jafnvel þó að eitthvað dragi úr neyslu annarra áfengistegunda, muni gera.“
Efnisorð: heilbrigðismál, Sjónvarpsþættir
<< Home