fimmtudagur, febrúar 26, 2009

Ný ríkisstjórn, ný hugsun, takk

Steingrímur klikkaði algerlega þegar hann réð Ormsson forstjórann til starfa sem stjórnarformann Nýja Kaupþingsbanka. Svo klikkaði hann aftur þegar fjölmiðlar spurðu hann útí málið og hann sagðist treysta manninum því hann þekkti hann af góðu einu.

Steingrímur, vinir glæpamanna þekkja þá oft af góðu einu.

Núverandi stjórnvöld þurfa að gera það að vinnureglu (og á ekki að þurfa að segja þeim það) að ráða engan til starfa nema spyrja um fyrri störf, tengsl við hrunið og skuldastöðu. Helst fá það skjalfest en a.m.k. að viðkomandi sé spurður. Það á ekki að láta hanka sig á að ráða bara einhvern vegna kunningskaparins. Það eru of miklar líkur á því að þeir sem hafa verið virkir í viðskiptalífinu séu tengdir einhverju misjöfnu.

Svo er fáránlegt af jafn feminískri ríkisstjórn að gera það ekki að skilyrði að nefndir og ráð* séu skipuð jafn mörgum konum og körlum.

___
*Og hættið svo með þessi „tilmæli“ til bankanna um hitt og þetta - setjið lög og reglur - þetta eru ríkisbankar og þeim á ekki að vera stjórnað af einhverju liði sem hugsar eftir gömlum hygla-vinum-sínum leiðum og andfeminískum sjónarmiðum.

Efnisorð: , , ,