Eftirlaunaósóminn afnuminn
Þá er loks búið að afnema eftirlaunaósómann.* Sjálfstæðismenn höfðu ætlað að láta sér nægja að breyta sumu í því en núverandi ríkisstjórn náði að afnema lögin og náðist víst um það sátt meðal þingmanna allra flokka - þó voru grunsamlega margir fjarverandi þegar atvæði voru greidd, flestir þeirra Sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðismönnum hugnast heldur ekki frumvarp um breytingar á kosningalögum og eru á móti persónukjöri. Ég hef svosem ekki sterkar skoðanir á kostum persónukjörs - finnst eins og það geti orðið til þess að konum fækki enn á framboðslistum - og veit því ekki hvort þeir hafa eitthvað til síns máls. En þar sem það hafa komið fram svona skýrar óskir hjá þjóðinni um að breyta reglum um kosningar þá finnst flestum að það sé sjálfsagt að verða við því, þar á meðal mér. En ekki Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helsta áhugamál virðist vera að tefja fyrir* með því að þræta og rífast yfir öllu sem stjórnin segir og gerir á þingi sem utan. Það er þeirra framlag til endurreisnar þjóðarinnar. Ekki nóg með að þeir hafi ráfað um í reiðileysi mánuðum saman eftir bankahrunið heldur finnst þeim sæmandi að reyna að þvælast fyrir þeim sem þó reyna að láta hendur standa fram úr ermum. Og svo eru þeir náttúrulega í bullandi prófkjörsbaráttu og kosningaham og eru að reyna að ganga í augun á kjósendum með því að vera voða harðir í stjórnarandstöðu og finnast vinstri stjórnin vera að klúðra öllu. Alveg búnir að gleyma staðreyndum málsins.
Mér er auðvitað algerlega hulin ráðgáta að Sjálfstæðismenn eigi sér enn stuðningsmenn og að fólk vilji kjósa þetta yfir sig aftur. En í annars ágætu kaffispjalli við kunningja minn í dag hrökk uppúr honum* eitthvað sem gat ekki bent til annars en að hann væri á þeirri skoðun að Davíð Oddsson ætti helst að snúa aftur til að bjarga málunum. Ég varð orðlaus um stund en hóf svo fremur vonlausa baráttu til að opna augu mannsins. Í ljós kom auðvitað að hann fylgist lítið með - nema hann gat tuggið frasann um að það hafi verið fólkið en ekki frjálshyggjan sem klikkaði - og það hafði farið framhjá honum að það er sama fólkið sem ætlar sér aftur að fara í framboð. Þegar ég spurði hvernig honum þætti ef Bjarni Ben yrði forsætisráðherra þá yppti hann öxlum, en varð hálfskrítinn þegar ég benti á tengsl hans við Engeyjarættina og olíufélag sem hefði trekk í trekk orðið uppvíst af því að svíkja neytendur. Þannig að þessum kunningja mínum finnst í lagi að sama fólkið haldi áfram og stefnan má koma aftur hans vegna. Steingrímur fór hinsvegar mjög í taugarnar á honum, það var alveg augljóst. Ég nennti ekki einu sinni að spyrja hann afhverju.
Ég hefði hinsvegar - hefði ég verið spyrillinn í Kastljósi kvöldsins - spurt Pétur Blöndal hver væri munurinn á kröfu hans og annarra Sjálfstæðismanna að forsetaembættið verði lagt niður - og hinu skefjalausa einelti sem aumingjans litli Davíð Oddsson var beittur af hálfri þjóðinni með Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar.****
___
* Kató gamli og Valgerður Bjarnadóttir hafa bæði barist gegn spillingu og verið staðföst í málflutningi sínum en Valgerður sá þó allavega sínar tillögur framkvæmdar.
** Hann glopraði þessu ekki útúr sér fyrr en fimm mínútum áður en við ætluðum að kveðjast og því lítill tími til að leiða honum fyrir sjónir helstu staðreyndir lífsins.
*** Reyndar var það Framsóknarþingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson - sem mig grunar að sé á launaskrá Sjálfstæðisflokksins - sem náði að tefja brottför Seðlabankastjóra um nokkra daga.
**** Í Fréttablaðinu 6.mars er Hannes Hólmsteinn enn að verja Davíð og talar um valdníðslu Jóhönnu. Þar lepur hann líka upp þá firru að nýi seðlabankastjórinn sé ráðinn vegna pólitískra tengsla þrátt fyrir orð Jóhönnu að þar ætti að sitja einhver sem væri laus við þannig tengsl. Þar átti hún að sjálfsögðu við að viðkomandi mætti ekki vera innvígður og innmúraður í íslenska stjórnmálaflokka, sem hefur sýnt sig að er vægast sagt óheppilegt.
Sjálfstæðismönnum hugnast heldur ekki frumvarp um breytingar á kosningalögum og eru á móti persónukjöri. Ég hef svosem ekki sterkar skoðanir á kostum persónukjörs - finnst eins og það geti orðið til þess að konum fækki enn á framboðslistum - og veit því ekki hvort þeir hafa eitthvað til síns máls. En þar sem það hafa komið fram svona skýrar óskir hjá þjóðinni um að breyta reglum um kosningar þá finnst flestum að það sé sjálfsagt að verða við því, þar á meðal mér. En ekki Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helsta áhugamál virðist vera að tefja fyrir* með því að þræta og rífast yfir öllu sem stjórnin segir og gerir á þingi sem utan. Það er þeirra framlag til endurreisnar þjóðarinnar. Ekki nóg með að þeir hafi ráfað um í reiðileysi mánuðum saman eftir bankahrunið heldur finnst þeim sæmandi að reyna að þvælast fyrir þeim sem þó reyna að láta hendur standa fram úr ermum. Og svo eru þeir náttúrulega í bullandi prófkjörsbaráttu og kosningaham og eru að reyna að ganga í augun á kjósendum með því að vera voða harðir í stjórnarandstöðu og finnast vinstri stjórnin vera að klúðra öllu. Alveg búnir að gleyma staðreyndum málsins.
Mér er auðvitað algerlega hulin ráðgáta að Sjálfstæðismenn eigi sér enn stuðningsmenn og að fólk vilji kjósa þetta yfir sig aftur. En í annars ágætu kaffispjalli við kunningja minn í dag hrökk uppúr honum* eitthvað sem gat ekki bent til annars en að hann væri á þeirri skoðun að Davíð Oddsson ætti helst að snúa aftur til að bjarga málunum. Ég varð orðlaus um stund en hóf svo fremur vonlausa baráttu til að opna augu mannsins. Í ljós kom auðvitað að hann fylgist lítið með - nema hann gat tuggið frasann um að það hafi verið fólkið en ekki frjálshyggjan sem klikkaði - og það hafði farið framhjá honum að það er sama fólkið sem ætlar sér aftur að fara í framboð. Þegar ég spurði hvernig honum þætti ef Bjarni Ben yrði forsætisráðherra þá yppti hann öxlum, en varð hálfskrítinn þegar ég benti á tengsl hans við Engeyjarættina og olíufélag sem hefði trekk í trekk orðið uppvíst af því að svíkja neytendur. Þannig að þessum kunningja mínum finnst í lagi að sama fólkið haldi áfram og stefnan má koma aftur hans vegna. Steingrímur fór hinsvegar mjög í taugarnar á honum, það var alveg augljóst. Ég nennti ekki einu sinni að spyrja hann afhverju.
Ég hefði hinsvegar - hefði ég verið spyrillinn í Kastljósi kvöldsins - spurt Pétur Blöndal hver væri munurinn á kröfu hans og annarra Sjálfstæðismanna að forsetaembættið verði lagt niður - og hinu skefjalausa einelti sem aumingjans litli Davíð Oddsson var beittur af hálfri þjóðinni með Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar.****
___
* Kató gamli og Valgerður Bjarnadóttir hafa bæði barist gegn spillingu og verið staðföst í málflutningi sínum en Valgerður sá þó allavega sínar tillögur framkvæmdar.
** Hann glopraði þessu ekki útúr sér fyrr en fimm mínútum áður en við ætluðum að kveðjast og því lítill tími til að leiða honum fyrir sjónir helstu staðreyndir lífsins.
*** Reyndar var það Framsóknarþingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson - sem mig grunar að sé á launaskrá Sjálfstæðisflokksins - sem náði að tefja brottför Seðlabankastjóra um nokkra daga.
**** Í Fréttablaðinu 6.mars er Hannes Hólmsteinn enn að verja Davíð og talar um valdníðslu Jóhönnu. Þar lepur hann líka upp þá firru að nýi seðlabankastjórinn sé ráðinn vegna pólitískra tengsla þrátt fyrir orð Jóhönnu að þar ætti að sitja einhver sem væri laus við þannig tengsl. Þar átti hún að sjálfsögðu við að viðkomandi mætti ekki vera innvígður og innmúraður í íslenska stjórnmálaflokka, sem hefur sýnt sig að er vægast sagt óheppilegt.
<< Home