Sagt til syndanna
Það hlýtur að hafa verið skrýtin stemning á viðskiptaþingi í dag. Ekki nóg með að Viðskiptaráð viti upp á sig skömmina af að hafa með ráðum og dáð hvatt til þess ástands sem leiddi til bankahrunsins og því asnalegt að hittast og láta eins og þarna sé komið saman fólk sem einhverju máli skipti lengur, heldur var þetta hyski húðskammað eins og krakkar sem hafa verið staðnir að því að hnupla pening fyrir nammi sem þeir svo ætluðu að gefa hinum krökkunum til að verða vinsælli á leikvellinum.
En það hlýtur líka að hafa verið unaðslegt að sjá smettin á þeim þegar helsti boðberi réttlætis á Íslandi til margra ára, stóð í pontu og las þeim pistilinn. Og þeir þurftu að hlusta því hún er forsætisráðherrann og þó þeir hefðu ekki virt hana viðlits fyrir nokkrum mánuðum þá neyðast þeir til að sitja undir þeirri yfirhalningu sem þeir áttu svo sannarlega skilda.
Ég skrifaði ekkert á 8. mars um alþjóðabaráttudag kvenna. En ég vil trúa því að þann dag hafi Jóhanna samið ræðuna sína.
Og svo bað hún Breiðavíkurdrengina afsökunar fyrir hönd stjórnvalda.
Það er varla að hægt sé að trúa því að loksins sé þjóðin búin að eignast almennilegan forsætisráðherra.
En það hlýtur líka að hafa verið unaðslegt að sjá smettin á þeim þegar helsti boðberi réttlætis á Íslandi til margra ára, stóð í pontu og las þeim pistilinn. Og þeir þurftu að hlusta því hún er forsætisráðherrann og þó þeir hefðu ekki virt hana viðlits fyrir nokkrum mánuðum þá neyðast þeir til að sitja undir þeirri yfirhalningu sem þeir áttu svo sannarlega skilda.
Ég skrifaði ekkert á 8. mars um alþjóðabaráttudag kvenna. En ég vil trúa því að þann dag hafi Jóhanna samið ræðuna sína.
Og svo bað hún Breiðavíkurdrengina afsökunar fyrir hönd stjórnvalda.
Það er varla að hægt sé að trúa því að loksins sé þjóðin búin að eignast almennilegan forsætisráðherra.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, Nauðganir, ofbeldi, pólitík
<< Home