þriðjudagur, mars 10, 2009

Sjálfstæðisflokksfávitar

Áður en ég fór að sofa í gær varð mér það á að stilla sjónvarpið á alþingisrásina. Stóð þá Þorgerður Katrín í pontu, nánast rangeygð af þreytu, röflandi útí eitt til þess að stjórnlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar kæmist ekki á dagskrá. Ég fylltist megnu ógeði enda minnir hún mig alltaf á Davíð Oddsson. Lengi framan af ferli sínum hljómaði hún eins og stærri og ljóshærðari útgáfa af Davíð, það gekk uppúr henni frjálshyggjuþvælan ekki síður en honum og öðrum fylgifiskum hans.

Það örlaði á því í kringum bankahrunið að hún væri ekki alltaf 100% sammála Davíð (og vera má að hún hafi sýnt takta í þá átt áður en ég hafði ekki orðið vör við það) enda þá komin í slíka valdastöðu að hún þurfti kannski ekki lengur að segja já og amen við öllu sem frá honum kom. Líklega hefði hún aldrei komist svo langt ef hún hefði ekki spilað með strákunum og notað þeirra talsmáta.* En hún hljómar svosem ekkert öðruvísi núna.

Sjálfstæðismenn hafa svo haldið áfram að hegða sér eins og fávitar og finnst þeir örugglega voða sniðugir að halda uppi því sem var einu sinni kallað málþóf en flokkast nú undir vísvitandi skemmdarverk.

[hér voru blótsyrði]

Mig langar bæði og langar ekki að skrifa meira um Þorgerði Katrínu. Tengsl hennar við trúfélag sem bannfærir níu ára fórnarlamb nauðgunar fyrir að fara í fóstureyðingu, ferðir hennar til Kína á kostnað skattgreiðenda ásamt forríka siðspillta bankaeiginmanninum í kjöfarið á svindlibraskinu þeirra. En þetta er hvorteðer eitthvað sem er alþekkt og engar nýjar upplýsingar í því. Og það eru svosem engar fréttir að ég hatist útí einstaka meðlimi Sjálfstæðisflokksins heldur.

Ég þurfti bara að fá smá útrás.


___
* Ekki að það hvarfli að mér að hún hafi aðrar skoðanir en skylduskoðanir Sjálfstæðisflokksins, en það er magnað að heyra áherslur hennar í ræðustól, hún tileinkaði sér sannarlega ræðustíl Davíðs.

Efnisorð: , , , ,