laugardagur, mars 07, 2009

Bannað að kjafta frá köllunum

Karlaklúbburinn vann sigur í Hæstarétti í gær. Geiri í Goldfinger - með Sjálfstæðismanninn Svein Andra Sveinsson nauðgaraverjanda til fulltingis - vann meiðyrðamál* gegn blaðamanni sem talaði við konu sem hafði unnið hjá Geira. Konan sagði frá ýmsu misjöfnu (það er misjafnt vegna þess hve misjafnlega karlaklúbburinn og feministar líta það) semviðgengst í veldi Geira. Dómari í málinu var svo frændi Davíðs Oddssonar, enn einn dómurinn gegn konum sem kemur frá þeim frændgarði.

Þorbjörn Broddason benti á í viðtali við RÚV* að með því að blaðamenn væru saksóttir fyrir viðtöl sem þeir taka, þá sé verið að koma í veg fyrir að fólk komi frásögnum sínum á framfæri, sé það ekki vel pennafært sjálft. Vændiskonur, stripparar og aðrar konur sem hafa orðið fyrir barðinu á klámiðnaðinum eru því meira og minna þaggaðar með þessum dómi. Og það er auðvitað tilgangurinn.

__
* Geiri í Goldfinger á endalausa peninga til að eyða í málsókn. Og þetta verður auðvitað til að fæla fólk frá að segja sannleikann um hann.

** Þetta er slóðin á fréttina á vef RÚV en ég heyrði hann segja þetta í kvöldfréttatímanum í Sjónvarpinu. Auk þess má lesa um þetta hjá Friðriki Þór/Lillo.

Efnisorð: , , , , ,