mánudagur, mars 16, 2009

Talið fram

Í reit 5.5. á skattframtalinu mínu, þar sem á að telja fram aðrar skuldir, skrifaði ég: Heildarskuldir íslenska þjóðarbúsins deilt með 319.368.

Ég gat þvímiður ekki haft upphæðina nákvæmari eða skrifað niðurstöðutölu í reit 168 um eftirstöðvar skulda. Enda þótt hagfræðingar* hafi keppst við að kasta fram tölum sem ýmist auka bjartsýni eða magna þunglyndi, þá er ég nánast engu nær um hve mikið íslenska þjóðin skuldar og þaðanafsíður hver minn hlutur er. En veit þó að ég er ein af þessum 319.368 sem þarf að borga skuldina.

___
* Það eru ekki bara hagfræðingar sem reyna að giska á skuldirnar. Eva Joly sagði að hvert mannsbarn á Íslandi skuldaði 45 milljónir, en hvað veit hún svosem, ekki bara útlendingur heldur norsari í þokkabót, gott ef ekki kvenmaður.

Efnisorð: