Kynjakvóti er eina sanngjarna kvótakerfið
Áhersla feminista á að konur séu jafnmargar körlum í stjórnum, ráðum og nefndum er oft misskilin.* Þeir sem skilja ekki afhverju þetta skiptir máli vilja líklega ekki jafnrétti yfirleitt en séu einhverjir sem einlæglega vilja jafnrétti kynjanna en átta sig ekki á hvaða leiðir á að fara eða hversvegna sumar kröfur feminista eru háværari en aðrar þá skal það með glöðu geði útskýrt hér.
Ef konur verða jafnmargar körlum í ríkisstjórn, stjórnum fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og banka, ráðum stjórnmálaflokka og nefndum á vegum ríkisins og sveitarstjórna:
- þá komast fleiri sjónarmið að heldur en bara sjónarmið karla. Margir karlar eru svo vanir því að vera eingöngu með aðra karla í ráðum um hin ýmsu mál og átta sig ekki á að þeir horfa allir frá sama sjónarhólnum. Jafnvel gæti farið svo að önnur stefna yrði tekin í ýmsum málum (hér hef ég t.d. í huga það sem sagt hefur verið um áhættusækni karla sem eina orsök þess hve illa fór í fjármálum þjóðarinnar en sagt hefur verið að konur séu varkárari og hefðu hugsanlega staðið á bremsunni hefðu þær verið nógu margar til að rödd þeirra hefði heyrst).
- þá alast börn upp við að konur og karlar séu jafn ráðagóð og dugleg að stjórna og láta sér ekki detta annað í hug en að bæði kynin ráði jafnt.
- þá þarf ekki lengur þessi eina kona í stjórninni eða nefndinni að standa frammi fyrir tveimur valkostum og báðum vondum: að halda fram kvenlegum sjónarmiðum og verða óvinsæl fyrir vikið eða þá að vera bara sammála strákunum og kjósa eins og þeir við atkvæðagreiðslur - sem einu leiðina til að komast áfram í stjórnmálum eða í fyrirtækinu eða halda sæti sínu í flokknum (einsog hefur örugglega alltof oft gerst, enda má engin við margnum).
Það kemur mér á óvart að þegar stjórnmálaflokkarnir velja fólk til setu í stjórnlaganefnd þá sé bara ein kona fulltrúi síns flokks, og allir hinir flokkarnir hafi valið karlmann sem sinn fulltrúa, þaraf valdi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra karlmenn fyrir sína hönd.** Ég hélt að það væru lög og starfsreglur og hvaðþaðnúheitir sem giltu núorðið á Alþingi um val í nefndir, þar væri jafnréttissjónarmiðum framfylgt. Eða dreymdi mig það bara í bjartsýni minni og hélt að það hefði orðið að raunveruleika í tíð hinnar feminísku ríkisstjórnar? Ef svo er þá krefst ég þess að ég fái drauma mína uppfyllta.
___
* Þetta á líka við um framboðslista stjórnmálaflokka. Það er bæði rangt kjósenda þess flokks vegna, kvennanna sem bjóða sig fram og allra hinna í þjóðfélaginu að stjórnmálaflokkar sjái ekki til þess að jafn margar konur og karlar komist fyrir hönd flokksins á þing eða í sveitarstjórn.
** Afhverju hafa Vinstri græn einn fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn fjóra? Er virkilega bara farið eftir stærð flokkanna á þingi? Væri ekki nær að það væru tveir frá öllum flokkum?
Ef konur verða jafnmargar körlum í ríkisstjórn, stjórnum fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og banka, ráðum stjórnmálaflokka og nefndum á vegum ríkisins og sveitarstjórna:
- þá komast fleiri sjónarmið að heldur en bara sjónarmið karla. Margir karlar eru svo vanir því að vera eingöngu með aðra karla í ráðum um hin ýmsu mál og átta sig ekki á að þeir horfa allir frá sama sjónarhólnum. Jafnvel gæti farið svo að önnur stefna yrði tekin í ýmsum málum (hér hef ég t.d. í huga það sem sagt hefur verið um áhættusækni karla sem eina orsök þess hve illa fór í fjármálum þjóðarinnar en sagt hefur verið að konur séu varkárari og hefðu hugsanlega staðið á bremsunni hefðu þær verið nógu margar til að rödd þeirra hefði heyrst).
- þá alast börn upp við að konur og karlar séu jafn ráðagóð og dugleg að stjórna og láta sér ekki detta annað í hug en að bæði kynin ráði jafnt.
- þá þarf ekki lengur þessi eina kona í stjórninni eða nefndinni að standa frammi fyrir tveimur valkostum og báðum vondum: að halda fram kvenlegum sjónarmiðum og verða óvinsæl fyrir vikið eða þá að vera bara sammála strákunum og kjósa eins og þeir við atkvæðagreiðslur - sem einu leiðina til að komast áfram í stjórnmálum eða í fyrirtækinu eða halda sæti sínu í flokknum (einsog hefur örugglega alltof oft gerst, enda má engin við margnum).
Það kemur mér á óvart að þegar stjórnmálaflokkarnir velja fólk til setu í stjórnlaganefnd þá sé bara ein kona fulltrúi síns flokks, og allir hinir flokkarnir hafi valið karlmann sem sinn fulltrúa, þaraf valdi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra karlmenn fyrir sína hönd.** Ég hélt að það væru lög og starfsreglur og hvaðþaðnúheitir sem giltu núorðið á Alþingi um val í nefndir, þar væri jafnréttissjónarmiðum framfylgt. Eða dreymdi mig það bara í bjartsýni minni og hélt að það hefði orðið að raunveruleika í tíð hinnar feminísku ríkisstjórnar? Ef svo er þá krefst ég þess að ég fái drauma mína uppfyllta.
___
* Þetta á líka við um framboðslista stjórnmálaflokka. Það er bæði rangt kjósenda þess flokks vegna, kvennanna sem bjóða sig fram og allra hinna í þjóðfélaginu að stjórnmálaflokkar sjái ekki til þess að jafn margar konur og karlar komist fyrir hönd flokksins á þing eða í sveitarstjórn.
** Afhverju hafa Vinstri græn einn fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn fjóra? Er virkilega bara farið eftir stærð flokkanna á þingi? Væri ekki nær að það væru tveir frá öllum flokkum?
<< Home