laugardagur, mars 28, 2009

Það má skjóta hvali en ekki svona skríl?

Það kemur mér á óvart að sjá allt þetta fólk á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ég hefði haldið að hann yrði mun fámennari. Ég er líka hissa á að sjá að enginn hylur andlit sitt á myndum eða þegar fréttir eru sýndar þaðan, ég hefði haldið að fólk skammaðist sín fyrir að vera þarna.

En ég varð svosem líka hissa á því að prófkjörsbarátta Sjálfstæðismanna fór fram í fjölmiðlum eins og þeir héldu að landsmenn hefðu áhuga á að vita hverjir það væru sem teldu sig þess verða að fara á þing. Furðulegast af öllu þykir mér þó að „endurskoðunin“ í flokknum felist í því að segja að nú sé runnið af kallinum í brúnni og því engin ástæða til annars en halda áfram á fullu stími í sömu átt.

Þeir ætla að halda í frjálshyggjuna. Þeir ætla að halda í sama fólkið. Þeir ætla að reyna að komast aftur í þá stöðu að tryggja völd og auðævi þeirra sem höfðu þau alla síðustu öld (fjölskyldurnar fjórtán) og þeirra sem keyrðu þjóðfélagið í kaf undir lófataki þeirra sem finnst hámarksgróði fallegasta hugsjón í heimi.

Og svo er til fólk sem ætlar að kjósa þetta. Það er alltaf til nóg af fólki sem hugsar bara um eigin hagsmuni: vill græða á daginn og grilla á kvöldin og hugsa ekki of mikið um lífsins vandamál.

Bleh.

Efnisorð: , ,