Ekki banka
Ég gat ekki betur heyrt en þjófavarnarkerfisvælið sem ég heyrði þegar ég gekk eftir Ármúlanum í morgun kæmi frá húsi sem merkt er SPRON. Mér þótti það taka heldur seint við sér.
Veit annars lítt um SPRON og þarafleiðandi ekki hvort þar á best við kenningin að besta leiðin til að ræna banka sé að eiga hann eða sú að þegar neyðin sé stærst séu gráðugir auðmenn á næsta leiti reiðubúnir að hremma auðfengna bráð. Man samt að um þennan banka sagði Pétur Blöndal þau fleygu orð um fé án hirðis og gott ef Dögg Pálsdóttir hefur ekki verið í einhverjum skrítnum málaferlum útaf honum (sparisjóðum, ekki Pétri). Nú er kvartað yfir að ríkið hafi hirt SPRON og auðmenn kvarta að mega ekki fá hann fyrir slikk.
Miðað við að þetta var sá sparisjóður sem ég hafði heyrt að væri svo gott að eiga viðskipti við og ég hafði íhugað að snúa viðskiptum mínum* til þegar „bankinn minn“ reyndist svikamylla eigenda sinna og var gerður upptækur af ríkinu, þá er ég nú skyndilega mjög fegin að þurfa sem minnst að vita um SPRON.
Glotti samt þegar ég heyrði vælið. Aumingja bankinn, búhú.
___
* Ég endaði á að halda áfram viðskiptum við „sama“ bankann og fyrr. Hann er reyndar orðinn ríkisbanki og þaraðauki búinn að skipta um nafn, en ég get ekki séð að neinn skárri valkostur sé í boði. Þetta er allt sama ógeðið.
Veit annars lítt um SPRON og þarafleiðandi ekki hvort þar á best við kenningin að besta leiðin til að ræna banka sé að eiga hann eða sú að þegar neyðin sé stærst séu gráðugir auðmenn á næsta leiti reiðubúnir að hremma auðfengna bráð. Man samt að um þennan banka sagði Pétur Blöndal þau fleygu orð um fé án hirðis og gott ef Dögg Pálsdóttir hefur ekki verið í einhverjum skrítnum málaferlum útaf honum (sparisjóðum, ekki Pétri). Nú er kvartað yfir að ríkið hafi hirt SPRON og auðmenn kvarta að mega ekki fá hann fyrir slikk.
Miðað við að þetta var sá sparisjóður sem ég hafði heyrt að væri svo gott að eiga viðskipti við og ég hafði íhugað að snúa viðskiptum mínum* til þegar „bankinn minn“ reyndist svikamylla eigenda sinna og var gerður upptækur af ríkinu, þá er ég nú skyndilega mjög fegin að þurfa sem minnst að vita um SPRON.
Glotti samt þegar ég heyrði vælið. Aumingja bankinn, búhú.
___
* Ég endaði á að halda áfram viðskiptum við „sama“ bankann og fyrr. Hann er reyndar orðinn ríkisbanki og þaraðauki búinn að skipta um nafn, en ég get ekki séð að neinn skárri valkostur sé í boði. Þetta er allt sama ógeðið.
Efnisorð: hrunið
<< Home