föstudagur, apríl 17, 2009

Það er glæpsamlegt að kaupa konur

Ég fylgdist svo spennt með útsendingu frá Alþingi í dag að taugarnar þoldu ekki að fylgjast með atkvæðagreiðslu í beinni. En niðurstaðan er sú að þingið samþykkti* að farin yrði sænska leiðin og þarafleiðandi er bannað að kaupa vændi á Íslandi.

Nú munu drengir ekki alast upp við það viðhorf að það sé sjálfsagt að kaupa konur. Heldur að það sé glæpsamlegt og skammarlegt.

Fyrir tilstilli Kolbrúnar Halldórsdóttur verður samfélagið betra.**

Ég á ekki orð ég er svo glöð.

___
* Sjálfstæðismenn vildu auðvitað að karlar mættu kaupa sér konur. Flestir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en Björn Bjarnason, Jón Magnússon, Kjartan Ólafsson greiddu atkvæði gegn lögunum.

** Flutningsmenn frumvarpsins á þessu þingi voru Atli Gíslason, Ágúst Ólafur Ágústsson, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Þuríður Backman, Katrín Júlíusdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Siv Friðleifsdóttir, Eygló Harðardóttir, Helga Sigrún Harðardóttir og eiga þau öll þakkir skildar — sömuleiðis þau sem greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. En það er enginn lygi að Kolbrún á heiðurinn af að hafa staðið vaktina í þessu máli.

Viðbót: Halla Gunnarsdóttir rekur allan feril málsins á greinargóðan hátt.
(Ég ætla hinsvegar ekki að setja tengil á karlmanninn sem bloggaði um vændisfrumvarpið og fannst það vitleysa að banna vændi meðan fólk væri að missa heimili sín. Og sagði: „Það gæti bjargað einhverjum heimilum ef annar hvor aðilinn fer að selja sig úti á götu ef viljinn er fyrir hendi.“  Hvor aðilinn ætli það eigi að vera sem á að bjarga heimilinu? Ojbjakk.)

Efnisorð: , ,