Þegar kröfuganga verður að sniðgöngu
Í dag rifjaðist upp fyrir mér að það eru tvö ár síðan ég hef borðað Tópas.
Aðrir rifjuðu upp að verkalýðsfélögin voru búin að gleyma tilgangi sínum og vildu bara hopp og hí. Um þetta var auðvitað líka skrifað á Múrinn á sínum tíma. Þar var margt fleira skrifað um verkalýðsmál og málefni verkalýðshreyfingarinnar.
Ég var lengi vel í verkalýðsfélagi sem virtist hafa það að aðalmarkmiði sínu að leigja út sumarbústaði. Yfirmaður þess á þeim tíma var gamall Sjálfstæðismaður og ég hafði alltaf á tilfinningunni að hann hefði verið sendur þangað inn af fyrirtækjaeigendum til að draga tennurnar úr verkalýðnum. Ég var fegin þegar þetta var ekki lengur verkalýðsfélagið „mitt.“ Ekki að önnur verkalýðsfélög hafi endilega verið betri, a.m.k. var formanni ASÍ ekki vel tekið þegar hann hélt ræðu sína í dag. Kannski hefði hann átt að bjóða uppá Tópas?
Aðrir rifjuðu upp að verkalýðsfélögin voru búin að gleyma tilgangi sínum og vildu bara hopp og hí. Um þetta var auðvitað líka skrifað á Múrinn á sínum tíma. Þar var margt fleira skrifað um verkalýðsmál og málefni verkalýðshreyfingarinnar.
Ég var lengi vel í verkalýðsfélagi sem virtist hafa það að aðalmarkmiði sínu að leigja út sumarbústaði. Yfirmaður þess á þeim tíma var gamall Sjálfstæðismaður og ég hafði alltaf á tilfinningunni að hann hefði verið sendur þangað inn af fyrirtækjaeigendum til að draga tennurnar úr verkalýðnum. Ég var fegin þegar þetta var ekki lengur verkalýðsfélagið „mitt.“ Ekki að önnur verkalýðsfélög hafi endilega verið betri, a.m.k. var formanni ASÍ ekki vel tekið þegar hann hélt ræðu sína í dag. Kannski hefði hann átt að bjóða uppá Tópas?
Efnisorð: sniðganga (boycott), Verkalýður
<< Home