mánudagur, maí 18, 2009

Viljum við eiga nánari samskipti við Tyrki en orðið er?

Fyrir sléttum hálfum mánuði skrifaði ég bloggfærslu sem ég svo eyddi út nokkrum klukkutímum síðar. Ástæðan var sú að mér fannst ég hafa farið yfir eigin mörk um opinberun einkalífs míns. En nú ætla ég að bíta á jaxlinn og endurbirta færsluna (en skafa burt það sem var allra persónulegast) því mér finnst hreinlega að það skipti máli að koma þessum upplýsingum á framfæri.

___

Tyrkland er með okkur í Nató og EES. Því langar mjög í Evrópusambandið.

Þetta voru upplýsingar um stöðu Tyrklands og má sjá samsvörun við Ísland þarna einhverstaðar.

En ég veit að þið nennið ekkert að lesa meira um það.

Í þau ár sem ég hef haldið úti þessu bloggi hef ég forðast mjög að ræða mín einkamál hér. Ég geri ráð fyrir að það megi lesa það milli línanna að ég sé kona (og vonandi fattast að ég er feministi) en meira hefur mér ekki fundist að lesendum komi við. En nú verður gerð undantekning í eitt skipti fyrir öll — og öllu persónulegri gerast yfirlýsingar ekki.

Tyrknesk dömubindi valda útbrotum.*



___
* Díönu dömubindin tyrknesku fást í Krónunni. En ekki kaupa þau, hvorki þar né annarstaðar.

Efnisorð: