Icesave svekkelsið
Strax í haust var ljóst að við værum í vondum málum. Það var ástæða þess að fólk varð hrætt, sorgmætt og reitt.* Það var ástæða þess að mótmæli voru haldin, viku eftir viku þar til uppúr sauð og ríkisstjórnin hrökklaðist frá völdum.
Ríkisstjórnin sem nú situr við völd tekur við arfaslæmu búi: litlar eignir og miklar skuldir. Og til þess að atvinna haldist í landinu þarf peninga og til þess þarf lán frá útlöndum. Útlöndin eru ekkert of hrifin af því að lána okkur því þau vita að við erum blönk og að auki fóru íslenskir bankar í eigu og undir stjórn fjárglæframanna ránshendi um sparifé í löndum Evrópusambandsins: Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi. Það er því um tvennt að ræða: greiða innistæðueigendum til þess að geta haldið áfram að fá lán (sem liðkar þar að auki fyrir því að ganga í ESB— sem er mikill plús í huga sambandssinna) eða borga ekki og sitja þá uppi með afar takmarkað fjármagn í landinu sem þýðir að innflutningur dregst líklega mjög saman (ekki bara flatskjáir heldur túnáburður, eldsneyti fiskiskipa og aðrar nauðsynjar) og lífsafkoma enn fleiri er í hættu.
Hinsvegar — gangist íslensk stjórnvöld undir Icesave samkomulagið (og þá líklega Kaupþing Edge samninga í kjölfarið?) og taki það lán og önnur slík til að rétta úr kútnum — þá erum við hugsanlega komin á þá hálu braut sem varað hefur verið við allt frá því að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kom til skjalanna eftir bankahrunið. Skuldunautar sem þessir eru engin lömb að leika sér við og hætta er á að á einhverjum tímapunkti — geti íslenska þjóðin ekki staðið við skuldbindingar sínar — verði gengið að einu raunverulegu eignunum okkar: jarðvarmaorku, vatnaflsorku og jafnvel drykkjarvatninu sjálfu. Minnug varnaðarorðanna og þýsku myndarinnar sem var sýnd í Sjónvarpinu um daginn um einkavæðingu rafmagns og vatns, þá hljómar Icesave samningurinn — rétt eins og öll samskipti við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn — eins og handrit heimsendakvikmyndar.
En kannski kannski kannski reynast eignir Landsbankans duga fyrir skuldunum sem hann safnaði í nafni Icesave blekkingarleiksins duga fyrir afborgunum þegar að þeim kemur, sem er eftir fimm ár. Kannski blessast þetta allt og kannski er þetta bara það besta í stöðunni.
Hvað eru mörg kannski í því?
___
* Merkilegt að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru fyrst núna reiðir. Samt voru það þeir sem seldu Björgólfunum Landsbankann og hagræddu reglum um fjármálastofnanir þannig að þær máttu allt sem þær vildu. Og í bankastjórn Landsbankans sat allan tímann framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og besti vinur Davíðs Oddssonar, Kjartan Gunnarsson. Icesave er á ábyrgð þessarra manna en samt láta þeir eins og núverandi ríkisstjórn hafi fundið það upp í kommúnískri illsku sinni eingöngu til að vera vond við Íslendinga. Og margir þeirra sem nú tjá sig á bloggsíðum láta eins og þeim komi sérstaklega á óvart að við séum í vondri stöðu og að skuldir forfeðranna (les: fjárglæframanna í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar) komi niður á börnunum. Það er auðvitað vont að það sé rifjað upp og ísköldum milljarðaupphæðum sé skellt fram. Ég endurtek: við höfum vitað síðan í haust að þetta yrði hrikalegt.
En auðvitað er líka allt venjulegt fólk reitt. Ég er að mestu leyti sammála Láru Hönnu enda þótt ég telji líkurnar á að við getum sleppt því að borga skuldir fjárglæframannanna litlar. Mér finnst hinsvegar galli ef fólk ætlar að kenna núverandi ríkisstjórn um að hafa komið okkur í þessar ógöngur. Lára Hanna fer ekki í grafgötur um hvar ábyrgðin liggur. Það mættu fleiri gera.
Ríkisstjórnin sem nú situr við völd tekur við arfaslæmu búi: litlar eignir og miklar skuldir. Og til þess að atvinna haldist í landinu þarf peninga og til þess þarf lán frá útlöndum. Útlöndin eru ekkert of hrifin af því að lána okkur því þau vita að við erum blönk og að auki fóru íslenskir bankar í eigu og undir stjórn fjárglæframanna ránshendi um sparifé í löndum Evrópusambandsins: Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi. Það er því um tvennt að ræða: greiða innistæðueigendum til þess að geta haldið áfram að fá lán (sem liðkar þar að auki fyrir því að ganga í ESB— sem er mikill plús í huga sambandssinna) eða borga ekki og sitja þá uppi með afar takmarkað fjármagn í landinu sem þýðir að innflutningur dregst líklega mjög saman (ekki bara flatskjáir heldur túnáburður, eldsneyti fiskiskipa og aðrar nauðsynjar) og lífsafkoma enn fleiri er í hættu.
Hinsvegar — gangist íslensk stjórnvöld undir Icesave samkomulagið (og þá líklega Kaupþing Edge samninga í kjölfarið?) og taki það lán og önnur slík til að rétta úr kútnum — þá erum við hugsanlega komin á þá hálu braut sem varað hefur verið við allt frá því að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kom til skjalanna eftir bankahrunið. Skuldunautar sem þessir eru engin lömb að leika sér við og hætta er á að á einhverjum tímapunkti — geti íslenska þjóðin ekki staðið við skuldbindingar sínar — verði gengið að einu raunverulegu eignunum okkar: jarðvarmaorku, vatnaflsorku og jafnvel drykkjarvatninu sjálfu. Minnug varnaðarorðanna og þýsku myndarinnar sem var sýnd í Sjónvarpinu um daginn um einkavæðingu rafmagns og vatns, þá hljómar Icesave samningurinn — rétt eins og öll samskipti við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn — eins og handrit heimsendakvikmyndar.
En kannski kannski kannski reynast eignir Landsbankans duga fyrir skuldunum sem hann safnaði í nafni Icesave blekkingarleiksins duga fyrir afborgunum þegar að þeim kemur, sem er eftir fimm ár. Kannski blessast þetta allt og kannski er þetta bara það besta í stöðunni.
Hvað eru mörg kannski í því?
___
* Merkilegt að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru fyrst núna reiðir. Samt voru það þeir sem seldu Björgólfunum Landsbankann og hagræddu reglum um fjármálastofnanir þannig að þær máttu allt sem þær vildu. Og í bankastjórn Landsbankans sat allan tímann framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og besti vinur Davíðs Oddssonar, Kjartan Gunnarsson. Icesave er á ábyrgð þessarra manna en samt láta þeir eins og núverandi ríkisstjórn hafi fundið það upp í kommúnískri illsku sinni eingöngu til að vera vond við Íslendinga. Og margir þeirra sem nú tjá sig á bloggsíðum láta eins og þeim komi sérstaklega á óvart að við séum í vondri stöðu og að skuldir forfeðranna (les: fjárglæframanna í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar) komi niður á börnunum. Það er auðvitað vont að það sé rifjað upp og ísköldum milljarðaupphæðum sé skellt fram. Ég endurtek: við höfum vitað síðan í haust að þetta yrði hrikalegt.
En auðvitað er líka allt venjulegt fólk reitt. Ég er að mestu leyti sammála Láru Hönnu enda þótt ég telji líkurnar á að við getum sleppt því að borga skuldir fjárglæframannanna litlar. Mér finnst hinsvegar galli ef fólk ætlar að kenna núverandi ríkisstjórn um að hafa komið okkur í þessar ógöngur. Lára Hanna fer ekki í grafgötur um hvar ábyrgðin liggur. Það mættu fleiri gera.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, pólitík
<< Home