miðvikudagur, september 16, 2009

Ráð til að koma í veg fyrir nauðganir

Nokkrir punktar til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi -Klikkar ekki!

1. Ekki setja lyf í drykki fólks til að ná stjórn á hegðun þess.

2. Þegar þú sérð einhverja sem eru einir á ferð, láttu þá vera!

3. Ef þú ætlar að koma einhverjum til hjálpar sem er í vandræðum með bílinn sinn, mundu; ekki ráðast á þá!

4. ALDREI opna ólæsta hurð eða glugga óboðinn.

5. Ef þú ert í lyftu og einhver annar kemur inn, EKKI RÁÐAST Á VIÐKOMANDI!

6. Mundu að fólk fer í þvottahúsið til að þvo þvott, ekki reyna að nauðga einhverjum sem er einn í þvottahúsinu.

7. NOTAÐU VINAKERFIÐ! Ef þú getur ekki neitaði þér um að ráðast á fólk, biddu vin um að vera hjá þér þegar þú ert meðal fólks.

8. Vertu alltaf heiðarlegur við fólk! Ekki þykjast vera umhyggjusamur vinur til að byggja upp traust við einhvern sem þig langar til að nauðga. Íhugaðu að segja viðkomandi frá því að þú sért að undirbúa að nauðga þeim. Ef þú deilir ekki ætlunum þínum, gæti hin manneskjan tekið því þannig að þú ætlir ekki á nauðga henni.

9. Mundu: þú getur ekki átt kynlíf með manneskju nema hún sé vakandi!

10. Hafðu flautu á þér! Ef þú hefur áhyggjur af því að þú gætir ráðist á einhverja "af slysni" getur þú rétt viðkomandi flautuna, þá getur hún blásið í hana ef þú gerir það.

Og, MUNDU ALLTAF: ef þú baðst manneskjuna ekki um leyfi og virtir síðan ekki fyrsta svarið þá ert þú að fremja glæp - skiptir engu máli hvort hún virtist hafa áhuga í fyrstu.

___
Stolið frá Matthildi.
Minnir örlítið á annan lista sem ég stal einhverstaðar fyrir löngu, ég þýddi hann og meðfylgjandi texta án þess sérstaklega að geta þess þá (ég tók reyndar fram í upphafspistli — stefnuyfirlýsingu minni — að ég myndi stela efni frá öðrum).

Efnisorð: