fimmtudagur, október 01, 2009

Kynjajafnvægi í ríkisstjórn — loksins

Í vor þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók til starfa náði ég ekkert að gleðjast. Fannst of svekkjandi að kynjahlutfallið væri ekki jafnt loksins þegar forsætisráðherra var þó kona. Nú eru jafn margar konur og karlar í ríkisstjórn en samt er ég ekkert glöð. Ekki það, mér finnst kynjajafnvægið jákvætt, en brotthvarf Ögmundar er sorglegt. Og svo er Icesave enn hangandi yfir hausamótunum á okkur. Hvernig er hægt að gleðjast við þær aðstæður?

Efnisorð: , ,