RioTinto Alcan best í heimi?
Í Fréttablaðinu í dag er eldsúr heilsíðuauglýsing frá RioTinto Alcan Ísal-Straumsvík (ekki vildi ég vinna á símaskiptiborðinu og þurfa að þylja þessa runu mörgu sinnum á dag). Það er afar sérkennilegt af svona umdeildu fyrirtæki að hafa Skógarfoss í auglýsingunni, þetta er svo augljós fegrun á fyrirtækinu að tengja það við tignarlegan foss sem er eitt helsta kennileiti á Suðurlandi og á greinilega að milda hörðustu andstæðinga álvera og náttúruspjalla. En á sama tíma þykir náttúruverndarsinnum það ömurlegt að sjá nafn RioTinto Alcan við mynd af Skógarfossi og vekur upp þá spurningu hvort fyrirtækið hyggist næst beita sér fyrr að næst verði Skógarfoss virkjaður.
Svo ekki sé nú minnst á mærðarrulluna um að RioTinto Alcan sé svo umhverfisvænt.* Það lá nú við að morgunmaturinn færi uppúr mér sömu leið og hann kom.
___
* Og hvernig er það, er ekki bannað að nota hástig lýsingarorða í auglýsingum? Hér um árið þurfti að breyta kartöfluflöguauglýsingum þannig að í stað fullyrðingarinnar „best“ kom spurningin „best?“ Það væri nær fyrir RioTinto Alcan að gefa lesendum blaðsins tækifæri á að svara, hver fyrir sig, hvort það telji fyrirtækið best í heimi. Og þá fyrst fer nú að halla undan fæti því Rio Tinto á sér svarta sögu.
Svo ekki sé nú minnst á mærðarrulluna um að RioTinto Alcan sé svo umhverfisvænt.* Það lá nú við að morgunmaturinn færi uppúr mér sömu leið og hann kom.
___
* Og hvernig er það, er ekki bannað að nota hástig lýsingarorða í auglýsingum? Hér um árið þurfti að breyta kartöfluflöguauglýsingum þannig að í stað fullyrðingarinnar „best“ kom spurningin „best?“ Það væri nær fyrir RioTinto Alcan að gefa lesendum blaðsins tækifæri á að svara, hver fyrir sig, hvort það telji fyrirtækið best í heimi. Og þá fyrst fer nú að halla undan fæti því Rio Tinto á sér svarta sögu.
Efnisorð: stóriðja, umhverfismál
<< Home