Fé án hirðis
Það er sérkennilegt að fylgjast með umræðu um féð sem gengur villt í Tálkna. Röksemdin fyrir að smala því saman og drepa það er sú að annars fari það sér að voða.* Þetta er merkilegt útaf fyrir sig en einnig í ljósi orða Suðurnesjamanna um að fá hreindýr til að hressa uppá Reykjanesið. Þetta yrðu líklega að verða hreindýr sem hafa hlotið kennslu í að tipla yfir Keflavíkurveginn — allar fjórar akreinarnar — án þess að trufla umferð eða fara sér að voða.
Talandi um Suðurnesjamenn. Þeir vilja álver í Helguvík þó fjármagn vanti, höfn vanti og ekki sé útséð með hvaðan eða hvernig rafmagn eigi að komast til að knýja álverið. Umhverfisspjöll raflínanna, þ.m.t. á vatnsból höfuðborgarsvæðisins, skipta þá litlu og hvað þá af virkjunum sem ættu að framleiða rafmagnið. Efnahagslegt hrun þjóðarinnar sem á að borga fyrir þá höfnina, virkjanirnar og raflínurnar skipta þá enn minna máli (smávandamál eins og hver eigi að lána pening í það nú á þeim tímum sem þjóðin stynur undan skuldabyrði og Sjálfstæðismenn ærast yfir hækkandi sköttum), þeir vilja sitt álver og engar refjar. Atvinnuleysi enda mikið vandamál og þeir hljóta að líta til Austfirðinga með lausnir á því. Af Austurlandi berast reyndar helst þau tíðindi að á annað hundrað íbúða standi auðar því fólk flykktist ekki austur til að vinna í álverinu — svo ótrúlegt sem það hljómar. Álverið bjargaði ekki Austfirðingum og mun ekki bjarga Suðurnesjamönnum. Fjárhagslegri stöðu Reykjanesbæjar/Keflavíkur verður ekki bjargað með slíkri barbabrellu.
___
* Minnir helst á Pétur Blöndal að tala um fé án hirðis. Og niðurstaðan álíka efnileg — a.m.k. fyrir sauðféð. (Merkilegt annars að það hrapaði fyrir björg þegar farið var að skipta sér af því).
Viðbót: Helgarfréttablaðið skartar leiðara eftir Stefán Pálsson undir sama titli og þessi bloggfærsla. Eflaust hefur mörgum okkar dottið það sama í hug varðandi féð í Tálkna. Stefán talar líka um hreindýrin (þó ekki um Keflavíkurgöngur þeirra) og orðar það sem ég vildi sagt hafa um eignarrétt á dýrum en það virðist vera litið svo á að ef enginn á dýr eða nýtir þau þá séu þau tilgangslaus (sem kristallaðist í því að talað var um hvort féð væri hæft til átu).
Páll Ásgeir gerir svo grín að öllu saman. Ekki veitir af.
Talandi um Suðurnesjamenn. Þeir vilja álver í Helguvík þó fjármagn vanti, höfn vanti og ekki sé útséð með hvaðan eða hvernig rafmagn eigi að komast til að knýja álverið. Umhverfisspjöll raflínanna, þ.m.t. á vatnsból höfuðborgarsvæðisins, skipta þá litlu og hvað þá af virkjunum sem ættu að framleiða rafmagnið. Efnahagslegt hrun þjóðarinnar sem á að borga fyrir þá höfnina, virkjanirnar og raflínurnar skipta þá enn minna máli (smávandamál eins og hver eigi að lána pening í það nú á þeim tímum sem þjóðin stynur undan skuldabyrði og Sjálfstæðismenn ærast yfir hækkandi sköttum), þeir vilja sitt álver og engar refjar. Atvinnuleysi enda mikið vandamál og þeir hljóta að líta til Austfirðinga með lausnir á því. Af Austurlandi berast reyndar helst þau tíðindi að á annað hundrað íbúða standi auðar því fólk flykktist ekki austur til að vinna í álverinu — svo ótrúlegt sem það hljómar. Álverið bjargaði ekki Austfirðingum og mun ekki bjarga Suðurnesjamönnum. Fjárhagslegri stöðu Reykjanesbæjar/Keflavíkur verður ekki bjargað með slíkri barbabrellu.
___
* Minnir helst á Pétur Blöndal að tala um fé án hirðis. Og niðurstaðan álíka efnileg — a.m.k. fyrir sauðféð. (Merkilegt annars að það hrapaði fyrir björg þegar farið var að skipta sér af því).
Viðbót: Helgarfréttablaðið skartar leiðara eftir Stefán Pálsson undir sama titli og þessi bloggfærsla. Eflaust hefur mörgum okkar dottið það sama í hug varðandi féð í Tálkna. Stefán talar líka um hreindýrin (þó ekki um Keflavíkurgöngur þeirra) og orðar það sem ég vildi sagt hafa um eignarrétt á dýrum en það virðist vera litið svo á að ef enginn á dýr eða nýtir þau þá séu þau tilgangslaus (sem kristallaðist í því að talað var um hvort féð væri hæft til átu).
Páll Ásgeir gerir svo grín að öllu saman. Ekki veitir af.
Efnisorð: dýravernd, frjálshyggja, hrunið, stóriðja, umhverfismál
<< Home