Hugarfar fjárplógsmanna landsbúnaðarútvegs
Helsta ástæða andstöðu minnar gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið hefur verið annarsvegar fiskimiðin og hinsvegar landbúnaðurinn. Ég hef hugsað til þess með hrolli að spænski fiskveiðiflotinn ryksugi upp allan fisk og hverfi síðan á brott ropandi eftir að hafa svipt okkur helstu lífsbjörginni. Innlendur landbúnaður, talandi um lífsbjörg, hefur auðvitað verið undirstaða mataræðis okkar í 1100 ár eða svo. Lokist lánalínur eða siglingaleiðir er ákaflega mikilvægt að hafa matarforða innanlands, hvort sem hann er í formi fisks, kindakjöts eða grænmetis ræktuðu í gróðurhúsum.
Reyndar eru örlög kýrinnar mér mjög hugstæð. Hér fyrir nokkrum árum var mjög rætt um að flytja inn norskt kúakyn (ekki kýr á fæti heldur planta norskum fósturvísum í íslenskar kýr) sem væri stærra og afurðameira en íslenska landnámskýrin. Gott ef þessi áform voru ekki ein ástæða þess að bændur fóru að stækka fjós sín og leggja af básakerfið; þeir bjuggust við stærri kúm sem kæmust ekki fyrir í þröngum básum og þyrftu breiðari gangveg en þær íslensku.
Bergsveinn Birgisson skrifaði skáldfræðibókina Handbók um hugarfar kúa og þar er m.a. fjallað um norsku kýrnar* og kúarækt almennt. Ýmis viðhorf sem hann viðrar þar höfða mjög til sveitarómantíkurinnar í mér (sem er líka ein ástæða þess að ég vil ekki ganga í ESB) svo sem eins og þessi ræða sem fjallar um þessa hugmynd um að skipta út íslensku kúnni fyrir aðra og arðsamari kú:
Ég er kannski eins og ein sögupersóna bókarinnar sem er kynnt sem „miðaldra kúabóndi af Suðurlandi“ sem segist vera viss um að „íslensk nautgriparækt, og gott ef ekki íslensk menning, færi í súginn ef kúnni yrði hent á haugana.“** En þetta snýst ekki bara um þjóðernisrómantík og sveitastemningu heldur snýr málið að því sem er orðið kunnuglegt stef í umræðu hrunþjóðfélagsins, sem er orðin okkur mun nærtækari en spekúleringar um nyt í kúm.
Og nú kem ég aftur að viðhorfi mínu til inngöngunnar í ESB. Eftir bankahrunið varð illa upplýstum almúga eins og mér skyndilega ljóst að fiskveiðikvótinn væri veðsettur í þýskum banka. Og finnst mér þá litlu skipta hvort við göngum í ESB, þessi fiskur er ekkert á okkar snærum hvorteðer. Aðra uppgötvun gerði ég (og líklega fleiri) þegar ég las grein*** um eignarhald á íslenskum bújörðum.**** Þetta er áhugaverð lesning en það sem ég staldraði sérstaklega við var þetta:
Lífsval ehf er einkahlutafélög, sem er í eigu fjársterkra íslenskra aðila og eru nöfn þeirra nefnd og hvaða fyrirtækjum þeir tengjast. Þar á meðal stjórnarmenn eða yfirmenn í BYR, Glitni og MP-banka (enda hafði félagið „nær ótakmarkað[an] aðgang að fjármagni til kaupa á bújörðum og kvóta“ - enda „virðast hafa verið mikil tengsl fyrir hrun á milli eigenda Lífsvals ehf og BYRS svo og Glitni banka hf. Einnig Kaupþings hf.“), svo ekki sé minnst á einn barnalánspabbann. Og þessir menn eiga semsagt 40% alls mjólkurkvóta, sem þýðir að þeir eiga fleiri en eina kú og fleiri en tvær. Og þar sem þetta félag „og skyldir aðilar hafa keypt á annað hundrað bújarðir“ þá velti ég fyrir mér — er ástæða til að vernda íslenskan landbúnað almennt og kúarækt sérstaklega fyrir innfluttum landbúnaðarvörum eða hverju öðru því sem ESB aðild myndi krefjast að við tækjum upp á okkar arma, jafnvel hormónasligaðar norskar kýr sem skilja ekki þúfur?
Íslenskir auðmenn, þar með taldir kvótakóngarnir og búmennirnir sem svo byrlega blés fyrir í jarðakaupunum, hafa náð því að láta mér finnast ESB aðild vera bara frekar góður kostur. Jafn mikið og landsbúnaðarútvegs-guttarnir hafa hátt gegn ESB aðild þá er hegðun þeirra slík að allt er betra en auðsöfnun þeirra og það sem verra er, skuldsetningin og veðsetningarnar.***** Það er til lítils að vera með einhverja sveitarómantík yfir veröld sem var; kýrnar eru eflaust veðsettar uppí topp eins og allt annað. Lokum bara augunum og krossum við já þegar kosið verður um inngöngu í ESB. Þetta er hvorteðer allt farið í drasl hérna.
___
* Handbókin telur upp nokkra ókosti norsku kýrinnar s.s. að hún lifir ekki án fóðurbætis og getur ekki gengið í brekkum eða þýfðu landi. En hitt er ekki tekið fram, að íslenskar kýr eru með þaulræktað þúfnagöngulag.
** Í Handbók um hugarfar kúa kemur reyndar fram að íslenska kýrin var kynbætt á 19. öld með dönskum og þýskum kúm sem sigldu hingað eins og landnámskýrin.
*** Greinin er nafnlaus (og varla get ég fett fingur útí það) en miðillinn sem hún birtist hjá er vægast sagt vafasamur. Greinarhöfundur hefur þó hugsanlega ekki haft hugmynd í hverskonar félagsskap greinin myndi lenda í og veðjað á þennan nýja miðil. Ég yrði ekki hissa ef miðillinn verður lagður niður, því varla mun sómakært fólk skrifa þarna í framtíðinni. Hjá Silfri Egils skrifar allskyns fólk athugasemdir, misjafnlega sómakært, en þar koma þó oft gagnlegar upplýsingar sem vert er að hafa bakvið eyrað. Þar er t.d. bent á að eigendur mjólkurbúa hafi aðgang að opinberum styrkjum og muni fá enn betri styrki gangi Ísland í ESB. Hrollvekjandi er líka sú ábending að jarðauppkaupin tengist yfirráðum yfir vatni.
**** Ég hafði heyrt að auðmenn væru að kaupa sér land en hélt að þeir væru að því fyrst og fremst undir sumarhallir sínar og hrossastóðin sem karlmennska þeirra býður þeim að hafa tiltæk þegar þeir detta í það og finnst fyndið að ríða út einhverjum rándýrum hrossum sem þeir þekkja varla með nafni.
***** Eða eins og spurt er í greininni: „Hjá hvaða fjármálafyrirtækjum liggja skuldir þessara aðila?“ Það liggur við að ég gerist kaþólsk og ákalli heilaga guðsmóður við tilhugsunina. Læt mér nægja að hneigja höfuðið og biðja ESB að bjarga okkur frá þessum skríl.
Viðbót: Stutt Eyjufrétt um kúabændur í fjárhagsvanda. Þar er reyndar ekkert fjallað um í hvað þessar miklu fjárfestingar kúabænda hafa farið, geri ég þó ráð fyrir að þar séu nýju fjósin fyrir norsku kýrnar innifalin.
Reyndar eru örlög kýrinnar mér mjög hugstæð. Hér fyrir nokkrum árum var mjög rætt um að flytja inn norskt kúakyn (ekki kýr á fæti heldur planta norskum fósturvísum í íslenskar kýr) sem væri stærra og afurðameira en íslenska landnámskýrin. Gott ef þessi áform voru ekki ein ástæða þess að bændur fóru að stækka fjós sín og leggja af básakerfið; þeir bjuggust við stærri kúm sem kæmust ekki fyrir í þröngum básum og þyrftu breiðari gangveg en þær íslensku.
Bergsveinn Birgisson skrifaði skáldfræðibókina Handbók um hugarfar kúa og þar er m.a. fjallað um norsku kýrnar* og kúarækt almennt. Ýmis viðhorf sem hann viðrar þar höfða mjög til sveitarómantíkurinnar í mér (sem er líka ein ástæða þess að ég vil ekki ganga í ESB) svo sem eins og þessi ræða sem fjallar um þessa hugmynd um að skipta út íslensku kúnni fyrir aðra og arðsamari kú:
„Ef fósturvísaleiðin yrði farin með íslensku kúna, yrði tryggt að hennar tími kæmi aldrei aftur. Þau fáu dýr, sem fengju að halda lífi, yrðu á skömmum tíma svo innræktuð að kynið myndi deyja út á nokkrum árum. — Íslenska kýrin mun þá að eilífu glötuð. Hennar genetíska arfi, hertum og aðlöguðum að íslenskum aðstæðum í 1100 ár, kastað á glæ. Ef til vill er fleira í íslensku mannlífi sem stendur frammi fyrir eilífri útslokknun? Þótt fáar rannsóknir séu til um kosti íslensku kýrinnar fram yfir önnur kyn, þá eru heldur ekki til haldbærar rannsóknir sem sýna hvaða kosti önnur kyn hafa fram yfir það íslenska. Að kasta íslensku kúnni væri að kasta því góða án þess að vita hvað hið góða er.“
Ég er kannski eins og ein sögupersóna bókarinnar sem er kynnt sem „miðaldra kúabóndi af Suðurlandi“ sem segist vera viss um að „íslensk nautgriparækt, og gott ef ekki íslensk menning, færi í súginn ef kúnni yrði hent á haugana.“** En þetta snýst ekki bara um þjóðernisrómantík og sveitastemningu heldur snýr málið að því sem er orðið kunnuglegt stef í umræðu hrunþjóðfélagsins, sem er orðin okkur mun nærtækari en spekúleringar um nyt í kúm.
„Hinn risavaxni efnahagur og útrás íslenska hagkerfisins kallaði á risavaxnar kýr, þessar raddir um að býtta út kúnum fylgdu sömu línu og útrásarvöxturinn eða eitthvað sjúkara lá undir, eins og til dæmis að á grimmum hagræðingartímum beina menn sjónum að öllu því óhagkvæma, allt gamalt verður óhagkvæmt, en hins vegar er hægt að græða meira á einhverju öðru nýju. Og hið óhagkvæma er óhagkvæmt sökum þess að einhverjir terlínuppdubbaðir fjármálagreiningarkrakkar með bachelor-gráðu í viðskiptafræðum hafa reiknað það út“.
Og nú kem ég aftur að viðhorfi mínu til inngöngunnar í ESB. Eftir bankahrunið varð illa upplýstum almúga eins og mér skyndilega ljóst að fiskveiðikvótinn væri veðsettur í þýskum banka. Og finnst mér þá litlu skipta hvort við göngum í ESB, þessi fiskur er ekkert á okkar snærum hvorteðer. Aðra uppgötvun gerði ég (og líklega fleiri) þegar ég las grein*** um eignarhald á íslenskum bújörðum.**** Þetta er áhugaverð lesning en það sem ég staldraði sérstaklega við var þetta:
„Eftir því, sem næst verður komið, rekur Lífsval ehf í dag fjölda stórra kúabúa víðs vegar um landið, hvert þeirra með um og yfir 400 þúsund lítra mjólkurkvóta. Talið er félagið eigi nú yfir 40% af öllum mjólkurkvóta í landinu auk verulegs kjötkvóta.“
Lífsval ehf er einkahlutafélög, sem er í eigu fjársterkra íslenskra aðila og eru nöfn þeirra nefnd og hvaða fyrirtækjum þeir tengjast. Þar á meðal stjórnarmenn eða yfirmenn í BYR, Glitni og MP-banka (enda hafði félagið „nær ótakmarkað[an] aðgang að fjármagni til kaupa á bújörðum og kvóta“ - enda „virðast hafa verið mikil tengsl fyrir hrun á milli eigenda Lífsvals ehf og BYRS svo og Glitni banka hf. Einnig Kaupþings hf.“), svo ekki sé minnst á einn barnalánspabbann. Og þessir menn eiga semsagt 40% alls mjólkurkvóta, sem þýðir að þeir eiga fleiri en eina kú og fleiri en tvær. Og þar sem þetta félag „og skyldir aðilar hafa keypt á annað hundrað bújarðir“ þá velti ég fyrir mér — er ástæða til að vernda íslenskan landbúnað almennt og kúarækt sérstaklega fyrir innfluttum landbúnaðarvörum eða hverju öðru því sem ESB aðild myndi krefjast að við tækjum upp á okkar arma, jafnvel hormónasligaðar norskar kýr sem skilja ekki þúfur?
Íslenskir auðmenn, þar með taldir kvótakóngarnir og búmennirnir sem svo byrlega blés fyrir í jarðakaupunum, hafa náð því að láta mér finnast ESB aðild vera bara frekar góður kostur. Jafn mikið og landsbúnaðarútvegs-guttarnir hafa hátt gegn ESB aðild þá er hegðun þeirra slík að allt er betra en auðsöfnun þeirra og það sem verra er, skuldsetningin og veðsetningarnar.***** Það er til lítils að vera með einhverja sveitarómantík yfir veröld sem var; kýrnar eru eflaust veðsettar uppí topp eins og allt annað. Lokum bara augunum og krossum við já þegar kosið verður um inngöngu í ESB. Þetta er hvorteðer allt farið í drasl hérna.
___
* Handbókin telur upp nokkra ókosti norsku kýrinnar s.s. að hún lifir ekki án fóðurbætis og getur ekki gengið í brekkum eða þýfðu landi. En hitt er ekki tekið fram, að íslenskar kýr eru með þaulræktað þúfnagöngulag.
** Í Handbók um hugarfar kúa kemur reyndar fram að íslenska kýrin var kynbætt á 19. öld með dönskum og þýskum kúm sem sigldu hingað eins og landnámskýrin.
*** Greinin er nafnlaus (og varla get ég fett fingur útí það) en miðillinn sem hún birtist hjá er vægast sagt vafasamur. Greinarhöfundur hefur þó hugsanlega ekki haft hugmynd í hverskonar félagsskap greinin myndi lenda í og veðjað á þennan nýja miðil. Ég yrði ekki hissa ef miðillinn verður lagður niður, því varla mun sómakært fólk skrifa þarna í framtíðinni. Hjá Silfri Egils skrifar allskyns fólk athugasemdir, misjafnlega sómakært, en þar koma þó oft gagnlegar upplýsingar sem vert er að hafa bakvið eyrað. Þar er t.d. bent á að eigendur mjólkurbúa hafi aðgang að opinberum styrkjum og muni fá enn betri styrki gangi Ísland í ESB. Hrollvekjandi er líka sú ábending að jarðauppkaupin tengist yfirráðum yfir vatni.
**** Ég hafði heyrt að auðmenn væru að kaupa sér land en hélt að þeir væru að því fyrst og fremst undir sumarhallir sínar og hrossastóðin sem karlmennska þeirra býður þeim að hafa tiltæk þegar þeir detta í það og finnst fyndið að ríða út einhverjum rándýrum hrossum sem þeir þekkja varla með nafni.
***** Eða eins og spurt er í greininni: „Hjá hvaða fjármálafyrirtækjum liggja skuldir þessara aðila?“ Það liggur við að ég gerist kaþólsk og ákalli heilaga guðsmóður við tilhugsunina. Læt mér nægja að hneigja höfuðið og biðja ESB að bjarga okkur frá þessum skríl.
Viðbót: Stutt Eyjufrétt um kúabændur í fjárhagsvanda. Þar er reyndar ekkert fjallað um í hvað þessar miklu fjárfestingar kúabænda hafa farið, geri ég þó ráð fyrir að þar séu nýju fjósin fyrir norsku kýrnar innifalin.
Efnisorð: dýravernd, ESB, frjálshyggja, hrunið, karlmenn
<< Home