þriðjudagur, desember 01, 2009

Misgóð mannsefni

Við gömlu hjónin vorum að tala um útrásarvíkingana og ég var að hneykslast á því að ofan á allt annað hafi Jón Ásgeir ekki enn borgað fyrir brúðkaupið sitt. Sagði eitthvað á því að það hlyti að hafa verið ömurlegt fyrir eiginkonu hans að frekar léti hann draga sig fyrir dómstóla en borga sýndarmennskuna sem honum þótti greinilega svo nauðsynlegt að flagga framaní alþjóð. Að ég hefði orðið alveg brjáluð.

Þessu var hjartanlega samsinnt og bætt við: „Þú hefðir myrt hann í svefni.“

Svona þekkir sumt fólk mig vel.

Talandi um brúðkaup, ætli það sé orðið of seint að giftast Guðmundi Andra?

Efnisorð: , ,