þriðjudagur, janúar 05, 2010

Forsetafíflið

Gat nú skeð að Ólafur Ragnar reyndi að auka vinsældir sínar meðal þjóðarinnar með því að skjóta ríkisábyrgðarlögunum til þjóðarinnar.

Eina lausnin er sú að stjórnin noti Sjálfstæðisflokkstrixið frá fjölmiðlalögunum og dragi ríkisábyrgðarlögin einfaldlega til baka - og ekki sprakk sú stjórn.

Það bara má ekki gerast að Sjálfstæðisflokkur og/eða Framsóknarflokkur komist í stjórn, síst svo snemma að rannsóknum á hruninu sé ekki lokið. Algerlega ljóst að þessir flokkar myndu gera gersamlega allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra uppljóstranir sem þeim kæmu illa. Fyrir nú utan hve hrikalegt það væri að fá þeirra óstjórn yfir sig aftur — og hreinlega ósmekklegt í ljósi nýfenginnar reynslu.

Djöfuls helvíti bara. Ég sem vildi aldrei heyra Icesave rifrildi aftur.

Efnisorð: ,