Má bjóða yður vatn, hr. Drakúla?
Ég bíð milli vonar og ótta eftir að ríkisstjórninni takist að koma frumvarpinu um afnám vatnalaga á dagskrá, gegnum atkvæðagreiðslu og afnemi þannig hinar illu fyrirætlanir um að vatn verði söluvara í eigu auðjöfra og stórfyrirtækja. Í gærkvöld ætlaði ég eins og fífl að sjá umfjöllun um það í fréttum Sjónvarpsins auk þess sem ég hlakkaði til að sjá fagnaðarlætin vegna gildistöku laga um hjúskap sem nú heimila samkynhneigðum að gifta sig í kirkju eins og öðru fólki. Í smástund hélt ég jafnvel að það yrði tvísýnt hvort málið fengi meira pláss í Kastljósinu. En svo var auðvitað enginn fréttatími (a.m.k. ekki þegar ég kveikti rétt fyrir sjö, var hann kannski fyrr á dagskrá?) og ekkert Kastljós var boðað. Nú er nefnilega verið að dekra við þann minnihluta þjóðarinnar (38%) sem horfir á fótbolta. Allt annað verður að víkja, jafnvel mannréttindi og spurningin um hvort þjóðin eða auðmenn eigi vatnið. Reyndar held ég að Sjálfstæðismenn hljóti að vera ægilega glaðir með að fótbolti sé svona mikið í Sjónvarpinu, hann er jú þessi ágæta útgáfa af brauði og leikum sem valda því að lýðurinn hugsar ekki of mikið um það sem máli skiptir, heldur horfir æstur á afþreyinguna sína og lætur pólitíkusana um það sem pólitíkusunum ber. Eða eins og Hannes Hólmsteinn orðaði það: „Í Sjálfstæðisflokknum er eiginlega fólk sem að hugsar ekkert mikið um pólitík og er frekar ópólitískt ... þannig að þeim finnst hérna ... gott að hafa mann sem sér um pólitíkina fyrir þá og Davíð var slíkur maður.“
Mig langar af þessu tilefni — nei ekki vatnalögunum eða breytingum á hjúskaparlögunum — að fjalla aðeins um ábyrgð almennings og þá kjósenda Sjálfstæðisflokksins sérstaklega. Ég hef eitthvað skrifað um það áður en nú vill svo til að ég hef nýlokið við að lesa „Ísland, anno núll“, ágæta grein Guðna Elíssonar í Tímariti Máls og menningar þar sem hann fjallar um viðbrögðin við Rannsóknarskýrslunni. Ég stel því búti úr henni hér:
Guðni Elísson segir:
Og nú stendur Sjálfstæðisflokkurinn í vegi fyrir að vatnalögin verði afnumin, heldur uppi málþófi um óskyld mál svo málið komist ekki á dagskrá. Sagan segir okkur að allar líkur séu á að meðal flokksmanna þeirra — og jafnvel innan þingflokksins — séu einhverjir sem bíði tækifæris að taka beinan eða óbeinan þátt í braski með vatnið og láta greipar sópa um allt það sem verði ofurselt þeirra eigin græðgi. Enn vilja þeir einkavæða. Enn eru þeir fastir í frjálshyggjuhugarfarinu. Drakúla er ekki dauður enn.
___
* Guðni er með fjölmargar tilvísanir í grein sinni í TMM sem ég hirti ekki um að skrifa eða finna slóðirnar fyrir. Greinina á fólk hvorteðer að lesa í heild sinni. Ég er líka með vísun í Einar Má í síðustu orðum færslunnar, en hann segir í Bréfi til Maríu að saga frjálshyggjunnar gæti heitið „Drakúla snýr aftur.“ Það vill svo til að TMM forsíðan að þessu sinni skartar mynd af Drakúla, reyndar ekki sem myndskreyting við sögu frjálshyggjunnar heldur grein um vampýrur eftir Úlfhildi Dagsdóttur.
Viðbót: Ég var ein þeirra sem fyllti pósthólf þingmanna með hvatningu til að afnema vatnalögin. Ég sendi þó ekki á alveg alla, fannst afstaða Vinstri grænna nægilega skýr til að þurfa ekki að bögga þau en sumir Samfylkingarmanna fengu póst (þó ekki Ólína) því ég mundi hreinlega ekki hvort eitthvert þeirra var hlynnt vatnalögunum. Aðeins Margrét Tryggvadóttir og einn þingmanna Samfylkingar, Guðbjartur Hannesson svöruðu mér, en þau voru bæði á móti einkavæðingu vatnsins. Enginn þeirra sem vilja vatnssölubrask virti mig viðlits. Bréfið mitt var reyndar þjófstolið einhverstaðar af Eyjunni, ekki vel skrifað en ég þóttist svosem vita að það yrði ekki lesið. Öllu betra bréf skrifaði Agnar K Þorsteinsson, en hann gerði sér reyndar líka grein fyrir að enginn læsi það, a.m.k. ekki þeir sem helst hefðu þurft þess.
Mig langar af þessu tilefni — nei ekki vatnalögunum eða breytingum á hjúskaparlögunum — að fjalla aðeins um ábyrgð almennings og þá kjósenda Sjálfstæðisflokksins sérstaklega. Ég hef eitthvað skrifað um það áður en nú vill svo til að ég hef nýlokið við að lesa „Ísland, anno núll“, ágæta grein Guðna Elíssonar í Tímariti Máls og menningar þar sem hann fjallar um viðbrögðin við Rannsóknarskýrslunni. Ég stel því búti úr henni hér:
Guðni Elísson segir:
„Í pistli sem birtist í Fréttablaðinu segir Einar Már Jónsson sagnfræðingur ábyrgð efnahagshrunsins liggja hjá þremur hópum: hjá „hugmyndasmiðum frjálshyggjunnar“, einstaklingum sem réðust gegn velferðarkerfinu og ráku áróður fyrir kenningunum um árabil; hjá þeim stjórnmálamönnum sem „beittu sér fyrir því að hrinda kenningum hugmyndasmiðanna í framkvæmd“; og síðast en ekki síst liggur hún hjá bröskurunum sem nýttu tækifærið þegar búið var að afnema aðhaldið og „létu greipar sópa um allt það sem nú var ofurselt þeirra eigin græðgi, og sólunduðu því að því er virðist í fjármálafyllirí og flottræfilshátt“.Síðan talar Guðni* um ábyrgð almennings, þ.e. kjósenda, á aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu í ljósi þessa.
„Sé skilgreiningu Einars beitt má fullyrða að fáir beri meiri ábyrgð á hruni íslensks efnahagslífs en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en þeir bera í senn ábyrgð á hugmyndafræði og stjórnmálastefnu, auk þess sem fjölmargir þeirra tóku beinan eða óbeinan þátt í því braski sem ýtti þjóðinni fram yfir hengiflugið. Flokkurinn hefur ekki aðeins verið boðberi frjálshyggjunnar á Íslandi undanfarna áratugi, heldur var það að hans frumkvæði að bankarnir voru einkavæddir og var þar fylgt gamalkunnri helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og vikið frá kröfum um faglega þekkingu og reynslu á sviði fjármálaþjónustu. Á síðustu misserum hafa svo þingmenn flokksins og framkvæmdastjórar lent í vandræðum vegna aðkomu sinnar að vafasömum viðskiptavafningum og ótrúlegri skuldsetningu, með ólöglegum arðgreiðslum og með því að þiggja himinháa styrki frá fyrirtækjum. Þeir hafa einnig komið beint að málefnum bankanna með því að sitja í sjóðum þeirra og ráðum. Síðast en ekki síst ber Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og varaformaður bankaráðs Landsbankans höfuðábyrgð á Icesave ásamt bankastjórunum tveimur og Björgólfi Guðmundssyni, formanni bankaráðs, á meðan einn af varaþingmönnum flokksins vann við það í markaðsdeild Landsbankans að afla Icesave-reikningunum brautargengis í útlöndum.
„Í fljótu bragði mætti ætla að almenningur felldi þunga dóma um slíkt framferði flokksmanna. Raunin var þó sú að á vordögum 2010 var flokkurinn aftur orðinn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum og sveiflaðist fylgi hans frá 35% upp í yfir 40% fylgi. Á þeim tíma sem fylgið var komið yfir 40% hafði enginn af þingmönnum flokksins tekið sér tímabundið leyfi frá þingstörfum, eins og Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir og Illugi Gunnarsson áttu eftir að gera í apríl 2010, svo að fylgisaukningin tengdist ekki uppgjöri á hruninu með neinum hætti.“
Og nú stendur Sjálfstæðisflokkurinn í vegi fyrir að vatnalögin verði afnumin, heldur uppi málþófi um óskyld mál svo málið komist ekki á dagskrá. Sagan segir okkur að allar líkur séu á að meðal flokksmanna þeirra — og jafnvel innan þingflokksins — séu einhverjir sem bíði tækifæris að taka beinan eða óbeinan þátt í braski með vatnið og láta greipar sópa um allt það sem verði ofurselt þeirra eigin græðgi. Enn vilja þeir einkavæða. Enn eru þeir fastir í frjálshyggjuhugarfarinu. Drakúla er ekki dauður enn.
___
* Guðni er með fjölmargar tilvísanir í grein sinni í TMM sem ég hirti ekki um að skrifa eða finna slóðirnar fyrir. Greinina á fólk hvorteðer að lesa í heild sinni. Ég er líka með vísun í Einar Má í síðustu orðum færslunnar, en hann segir í Bréfi til Maríu að saga frjálshyggjunnar gæti heitið „Drakúla snýr aftur.“ Það vill svo til að TMM forsíðan að þessu sinni skartar mynd af Drakúla, reyndar ekki sem myndskreyting við sögu frjálshyggjunnar heldur grein um vampýrur eftir Úlfhildi Dagsdóttur.
Viðbót: Ég var ein þeirra sem fyllti pósthólf þingmanna með hvatningu til að afnema vatnalögin. Ég sendi þó ekki á alveg alla, fannst afstaða Vinstri grænna nægilega skýr til að þurfa ekki að bögga þau en sumir Samfylkingarmanna fengu póst (þó ekki Ólína) því ég mundi hreinlega ekki hvort eitthvert þeirra var hlynnt vatnalögunum. Aðeins Margrét Tryggvadóttir og einn þingmanna Samfylkingar, Guðbjartur Hannesson svöruðu mér, en þau voru bæði á móti einkavæðingu vatnsins. Enginn þeirra sem vilja vatnssölubrask virti mig viðlits. Bréfið mitt var reyndar þjófstolið einhverstaðar af Eyjunni, ekki vel skrifað en ég þóttist svosem vita að það yrði ekki lesið. Öllu betra bréf skrifaði Agnar K Þorsteinsson, en hann gerði sér reyndar líka grein fyrir að enginn læsi það, a.m.k. ekki þeir sem helst hefðu þurft þess.
Efnisorð: Fjölmiðlar, frjálshyggja, hrunið, pólitík
<< Home