Best að vera á móti boðum og bönnum - nema þeim sem eru í Biblíunni
Það er margt skemmtilegt við Jón Gnarr.* Til dæmis er hann á móti boðum og bönnum — en heldur þó í heiðri bók sem er uppfull af boðum og bönnum. Biblían inniheldur allt frá banni við kynlífi milli tveggja karlmanna til boðorða um að heiðra föður sinn og móður. Ekki að ég nenni að telja það allt upp en sumt af þessu er gæfulegra til eftirbreytni í samfélagi manna og annað ekki. Það er semsagt ekkert að boðum og bönnum séu þau í Biblíunni, að mati Jóns Gnarr.** Það hljóta þá frekar að vera seinni tíma boð og bönn sem hann á við. Þessi sem eru lögfest á alþingi þá líklega og ætluð eru til leiðbeiningar um æskilega og óæskilega hegðun í samfélagi þar sem fólk fái þrifist. Þar eru til dæmis lög um skólaskyldu barna. Boð, semsagt, sem segir að öll börn á vissum aldri eigi að ganga í skóla, hvort sem þeim líkar betur eða verr (og mörgum börnum þykir það nú ekki skemmtileg skylda og vildu líklega helst að skólaganga væri valfrjáls). Kannski eru það svoleiðis boð sem fara í taugarnar á Jóni Gnarr?
Af bönnum er nóg í samfélagi sem byggir á lögum og reglum, eflaust flestum óþörfum að mati Jóns Gnarr. Til að mynda eru lög sem banna kynlíf fullorðinna með smábörnum.
Eða fór ég kannski yfir strikið núna? Er ógeðslegt af mér að tala um kynferðisofbeldi á börnum í einhverju gríni? Finnst lesendum að það verði að hlífa börnum við að hafa hræðilegustu atburði sem geta hent þau í flimtingum?*** Fóru lesendur núna alltíeinu að hugsa - ja — hugsa um börnin ? Það vitið þið nú að má ekki, það er eitthvað svo Sóleyjar Tómasdótturlegt. Eins og við vitum þá var Sóley svo ósmekkleg að draga framtíð barna í borginni inní umræðu um sveitarstjórnarkosningar. Þið vitið, sveitarstjórnir sem hafa grunnskóla og leikskóla á sínum snærum. Nei, uss, fáránlegt.
Legg til að fyrsta mál Besta flokksins verði að leggja niður grunnskóla og leikskóla. Bara svona til að sýna Sóleyju fram á hvað hún hafi verið hallærisleg og ófyndin.
____
* Mér fannst Jón Gnarr mjög fyndinn þegar ég sá hann flytja Ég var einu sinni nörd uppistandið. Þarsem ég hef aldrei verið áskrifandi Stöðvar 2 hef ég ekki séð vaktar-þættina og get því ekki einu sinni giskað á hvort mér þættu þeir fyndnir. (Fannst samt alltaf skrítið hvað gert var lítið úr menntuðu fólki, því eftir því sem mér er sagt er eitt aðalpersónueinkenni persónunnar sem Jón Gnarr lék að hann var mikið menntaður og þarafleiðandi óþolandi). En af því sem ég heyrði um Bjarnfreðarson og and-feminismann sem einkennir þá mynd þá er alveg öruggt að ég eyði ekki tíma mínum í að horfa á slíkt.
** Eftir að ég skrifaði þessa færslu las ég að Jón Gnarr afneitar nú kaþólskri trú. Það er gott. Punkturinn hjá mér var samt sem áður að gagnrýna frjálshyggjudekur hans, sbr. það sem hann segir í viðtalinu í Grapevine um nektardansstaði og klám: „Hvað kemur það mér við ef einhver kýs að eyða tíma sínum í nektarklúbbum eða hanga á netinu í leit að klámi?“ — Svona talar bara maður sem er sama um stöðu kvenna í samfélaginu.
*** Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki bannað í Biblíunni. En það er reyndar ekki markmið mitt með þessari bloggfærslu að fjalla um hvað stendur eða stendur ekki í Biblíunni eða hverju af því Jón Gnarr finnst eðlilegt að hlýða. Heldur er punkturinn hjá mér þessi: Boð og bönn eru nauðsynleg í samfélagi manna því fólk er gallað, breyskt, klikkað, brenglað og gerir mistök. Til leiðbeiningar þarf reglur og þaraðauki einhverskonar refsingu til að fæla sem flesta frá því að valda skaða á samfélagi. Muniði skaða á samfélagi? Það gerðist tildæmis vegna þess að reglur voru aflagðar eða aflagaðar og verulega breyskir einstaklingar (pent orðalag) notuðu tækifærið. Boð og bönn virka ekki alltaf, en þau fæla flesta frá skaðlegu athæfi.
Af bönnum er nóg í samfélagi sem byggir á lögum og reglum, eflaust flestum óþörfum að mati Jóns Gnarr. Til að mynda eru lög sem banna kynlíf fullorðinna með smábörnum.
Eða fór ég kannski yfir strikið núna? Er ógeðslegt af mér að tala um kynferðisofbeldi á börnum í einhverju gríni? Finnst lesendum að það verði að hlífa börnum við að hafa hræðilegustu atburði sem geta hent þau í flimtingum?*** Fóru lesendur núna alltíeinu að hugsa - ja — hugsa um börnin ? Það vitið þið nú að má ekki, það er eitthvað svo Sóleyjar Tómasdótturlegt. Eins og við vitum þá var Sóley svo ósmekkleg að draga framtíð barna í borginni inní umræðu um sveitarstjórnarkosningar. Þið vitið, sveitarstjórnir sem hafa grunnskóla og leikskóla á sínum snærum. Nei, uss, fáránlegt.
Legg til að fyrsta mál Besta flokksins verði að leggja niður grunnskóla og leikskóla. Bara svona til að sýna Sóleyju fram á hvað hún hafi verið hallærisleg og ófyndin.
____
* Mér fannst Jón Gnarr mjög fyndinn þegar ég sá hann flytja Ég var einu sinni nörd uppistandið. Þarsem ég hef aldrei verið áskrifandi Stöðvar 2 hef ég ekki séð vaktar-þættina og get því ekki einu sinni giskað á hvort mér þættu þeir fyndnir. (Fannst samt alltaf skrítið hvað gert var lítið úr menntuðu fólki, því eftir því sem mér er sagt er eitt aðalpersónueinkenni persónunnar sem Jón Gnarr lék að hann var mikið menntaður og þarafleiðandi óþolandi). En af því sem ég heyrði um Bjarnfreðarson og and-feminismann sem einkennir þá mynd þá er alveg öruggt að ég eyði ekki tíma mínum í að horfa á slíkt.
** Eftir að ég skrifaði þessa færslu las ég að Jón Gnarr afneitar nú kaþólskri trú. Það er gott. Punkturinn hjá mér var samt sem áður að gagnrýna frjálshyggjudekur hans, sbr. það sem hann segir í viðtalinu í Grapevine um nektardansstaði og klám: „Hvað kemur það mér við ef einhver kýs að eyða tíma sínum í nektarklúbbum eða hanga á netinu í leit að klámi?“ — Svona talar bara maður sem er sama um stöðu kvenna í samfélaginu.
*** Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki bannað í Biblíunni. En það er reyndar ekki markmið mitt með þessari bloggfærslu að fjalla um hvað stendur eða stendur ekki í Biblíunni eða hverju af því Jón Gnarr finnst eðlilegt að hlýða. Heldur er punkturinn hjá mér þessi: Boð og bönn eru nauðsynleg í samfélagi manna því fólk er gallað, breyskt, klikkað, brenglað og gerir mistök. Til leiðbeiningar þarf reglur og þaraðauki einhverskonar refsingu til að fæla sem flesta frá því að valda skaða á samfélagi. Muniði skaða á samfélagi? Það gerðist tildæmis vegna þess að reglur voru aflagðar eða aflagaðar og verulega breyskir einstaklingar (pent orðalag) notuðu tækifærið. Boð og bönn virka ekki alltaf, en þau fæla flesta frá skaðlegu athæfi.
Efnisorð: feminismi, frjálshyggja, Klám, kvikmyndir, menntamál, Sjónvarpsþættir, trú
<< Home