Jón Gnarr og trúboð í skólum
Það eru fleiri lítt hrifnir af Besta flokks framboði Jóns Gnarrs en ég. Ármann skrifar beittan pistil sem ég tek hjartanlega undir. Hann beinir þar m.a. orðum sínum til trúlausra kjósenda og ég get ekki stillt mig um að birta þau orð hér.
Kjósendur sem bera hag fjölmenningarlegs samfélags fyrir brjósti mættu einnig íhuga hvernig verja skal atkvæði sínu. Fyrir trúleysingja eins og mig er engin hætta á að atkvæði mitt lendi hjá Besta flokknum.
„Leiðtoginn hefur líka rekið eigin pólitík, í skrifum í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum. Gullkorn úr þeim greinum eru þegar tekin að birtast á netinu. Um leið rifjast upp hversu kristileg þau skrif voru og íhaldssöm, ef ekki beinlínis afturhaldssöm. Ekkert ósvipað því sem ýmsir stuðningsmenn Berlusconis gætu skrifað raunar. En þetta var auðvitað bara djók, er það ekki? Listrænn gjörningur. Maður getur ekki gert þær kröfur til listamanna að þeir séu með skýra pólitíska stefnu.
En hvað með frambjóðendur? Ber ekki að taka þá alvarlega? Borgarstjórn ber ábyrgð t.d. á skólakerfinu og þar eru ýmis deilumál uppi sem varða t.d. kristni í skólastarfinu. Er ekki ástæða til að spyrja Besta um það? Hvað ef við viljum ekki Móselögin í öndvegi?“
Kjósendur sem bera hag fjölmenningarlegs samfélags fyrir brjósti mættu einnig íhuga hvernig verja skal atkvæði sínu. Fyrir trúleysingja eins og mig er engin hætta á að atkvæði mitt lendi hjá Besta flokknum.
<< Home