Miskunnarleysi
Mig langar til að ræða um miskunnarleysi gagnvart fólki sem er í vondri stöðu í lífinu eða hefur upplifað hræðilega atburði. Allmargir leyfa sér að tala illa um fólk sem er fátækt, atvinnulaust, býr við ofbeldi eða hefur orðið fyrir hræðilegum atburðum jafnvel glæpum á borð við nauðgun. Talað er um þetta sem sjálfskaparvíti, að fólk geti sjálfu sér um kennt eða eigi bara að rífa sig upp: fá sér vinnu, borga skuldirnar, fara að eignast peninga, flytja út frá kallinum. Viðhorfið gagnvart fórnarlömbum nauðgara er að þau geti sjálfum sér um kennt, hafi ekki átt að vera þarna eða treysta þessum manni eða hafa drukkið svona mikið, hafi ekki átt að daðra án þess að vilja ganga lengra. Ég hef oft urrað yfir fólki sem hugsar svona og talar svona (sumir segja þetta uppí opið geðið á fólki sem svona er ástatt fyrir eða hefur lent í þessum aðstæðum, aðrir tala illa um það á bak eða skrifar um það á netið) og kvartað yfir skorti á samkennd og samúð.
Samkvæmt þessu fólki þá er fátækt sjálfsköpuð og einber aumingjaskapur. Helst ætti ekki að hjálpa fátæku fólki (t.d. með fjárstuðningi samfélagsins) heldur á það bara að fara að vinna fyrir sér eins og almennilegt fólk. Sama gildir um atvinnulausa og atvinnuleysisbætur verða að vera (skammarlega) lágar því annars hangir þetta hyski á bótum alla tíð. Öryrkjar eru örugglega allir að gera sér upp veikindi sín og fötlun og svíkja þannig úr sjóðum almennings og nær væri að þeir fengju sér vinnu o.sfrv.* Þetta viðhorf heyrist ekki síst frá þeim sem hafa upplifað þrengingar í æsku, jafnvel sára fátækt en komist síðar í góðar álnir — oft með mikilli vinnu auðvitað. Þá er eins og að hafi þeim tekist að 'komast til manns' þrátt fyrir allt andstreymið** þá hljóti hinir að vera eitthvað gallaðri eða verri að ná ekki jafn langt í lífinu. Þetta hljómar oft svona: „Sjáðu mig, ég er fæddur í torfbæ en á núna þetta flotta einbýlishús og sumarbústað í Skorradalnum og sumarhús á Spáni.“ Hafi fólk ekki metnað fyrir þessu eða getu og færni til að efnast fjárhagslega er það einskis virði, að mati svona manna.
Óvirkir alkar verða sumir hverjir afar hrokafullir í garð þeirra alkahólista sem ekki geta hætt að drekka eða nota dóp. Þeir líta svo á að ef þeir gátu hætt að drekka (og alltaf hefur þeirra drykkja/neysla verið svæsnari en nokkurra annarra og ótrúlegt að þeim skyldi takast að hætta eða bara sleppa lifandi) þá eiga allir að geta hætt. Og þeir sem ekki hætta eru bara aumingjar. Margir þeirra sem svona hugsa endast ekki lengi í AA samtökunum en þó eru dæmi um menn sem þar eru á fundum sem ljóst og leynt hafa þetta viðhorf áratugum saman.
Oftar en ekki eru það karlmenn sem tala svona um meðborgara sína sem illa hafa farið út úr lífinu. Þegar talað er um fórnarlömb nauðgara, taka þeir iðulega/oftast málstað nauðgarans gegn konunni, hvort sem þeir þekkja hann eða ekki og jafnvel þó þeir þekki konuna.
En það eru ekki bara karlmenn sem sýna þetta miskunnarleysi. Konur sem hafa orðið fyrir hræðilegum atburðum eiga það líka til að tala mjög niður til kynsystra sinna sem lent hafa í svipuðum málum. Þetta þykir mér óskiljanlegt en hef þó reynt að skilja það útfrá þeim forsendum að þær séu að reyna að sannfæra sjálfar sig um að þetta hafi ekki hafi haft svo mikil áhrif á þær sjálfar og geti því ekki hafa verið svo slæmt. Það má vel vera að sumar konur geti hrist af sér atburði eins og nauðgun eða nauðgunartilraun, þær hafi þykkari skráp eða séu með svo sterka sjálfsmynd að það sem önnur kona myndi upplifa sem meiriháttar áfall sé fyrir þeim eins og að stökkva vatni á gæs. Þær nái einhvernveginn að yfirvinna þetta á skömmum tíma með engum eftirköstum, eða jafnvel líti á þetta eins og hverja aðra tognun eða smáskeinu sem engin ástæða sé að hugsa útí frekar.
Mín kenning er reyndar frekar sú að þessar konur séu í mikilli afneitun og megi ekki til þess hugsa að horfast í augu við hvað kom fyrir þær. Ef þær gerðu það þyrftu þær e.t.v .að skoða stöðu kvenna í karlaheimi — en yfirleitt eru konur með þetta viðhorf gagnvart konum sem hefur verið nauðgað mjög lítið gefnar fyrir að tala um karlveldi og viðurkenna heldur aldrei að jafnrétti sé ekki náð eða þær hafi orðið fyrir eða orðið varar við mismunun kynjanna; eru gjarnan í strákaliðinu í öllum deilum þar um.
Nú er ég ekki að segja að allar konur sem ekki eru vinstri grænar feministar tali af miskunnarleysi um fórnarlömb nauðgara en ég held samt að það sé ákveðin fylgni sem sjá má í afstöðu til samfélagsins og einstaklingsins, þ.e. hvort samfélagið eigi að styðja við fólk sem stendur höllum fæti eða hvort einstaklingurinn eigi að berjast einn og óstuddur fyrir sinni tilveru, hvernig sem hann svo er í heiminn skapaður (kyn, fötlun, litarháttur, fátækt) eða hvernig honum hefur farnast fram til þessa.
En samt sem áður er sársaukafyllst af öllu þegar konur sem ættu að vita betur, taka þátt í að níða niður kynsystur sínar sem hafa orðið fyrir nauðgun, nauðgunartilraun eða öðru ofbeldi sem veldur líkamlegum og andlegum sárum sem seint gróa eða allsekki. Auk þess sem það sýnir skort á samkennd og miskunnarleysi þá virðist líka hafa gleymst að kenna þessu fólki að aðgát skal höfð í nærveru sálar.*** Hafi þetta fólk það virkilega svona gott og ekkert slæmt hrín á því, þá ætti það að minnsta kosti að geta sýnt öðrum þá tillitssemi.
___
* Frjálshyggjumenn hafa byggt hugmyndafræði sína á því að láta eins og allt þetta fólk geti sjálfu sér um kennt og eigi sjálft að koma sér útúr þessum aðstæðum og samfélagið (sem er ekki til skv. Margréti Thatcher) eigi síst af öllu að leggja 'svona fólki' hjálparhönd.
** Sumt fólk sem hefur gengið gegnum þrengingar s.s. fátækt, sjúkdóma eða missi verður líka miskunnarlaust vegna þess að sársauki annarra geti ekki jafnast á við þess eigin. Ég hef heyrt um fólk sem hefur fengið krabbamein tala illa um þunglynda og veit um konu sem gerði lítið úr öllum áföllum annarra og kallaði það væl því hún hafði misst mann og barn.
*** Svo virðast líka sumar konur sem ekki hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi líta svo á að ef þær tali nógu hátt og illa um hegðun annarra kvenna þá muni þær sjálfar sleppa.
Samkvæmt þessu fólki þá er fátækt sjálfsköpuð og einber aumingjaskapur. Helst ætti ekki að hjálpa fátæku fólki (t.d. með fjárstuðningi samfélagsins) heldur á það bara að fara að vinna fyrir sér eins og almennilegt fólk. Sama gildir um atvinnulausa og atvinnuleysisbætur verða að vera (skammarlega) lágar því annars hangir þetta hyski á bótum alla tíð. Öryrkjar eru örugglega allir að gera sér upp veikindi sín og fötlun og svíkja þannig úr sjóðum almennings og nær væri að þeir fengju sér vinnu o.sfrv.* Þetta viðhorf heyrist ekki síst frá þeim sem hafa upplifað þrengingar í æsku, jafnvel sára fátækt en komist síðar í góðar álnir — oft með mikilli vinnu auðvitað. Þá er eins og að hafi þeim tekist að 'komast til manns' þrátt fyrir allt andstreymið** þá hljóti hinir að vera eitthvað gallaðri eða verri að ná ekki jafn langt í lífinu. Þetta hljómar oft svona: „Sjáðu mig, ég er fæddur í torfbæ en á núna þetta flotta einbýlishús og sumarbústað í Skorradalnum og sumarhús á Spáni.“ Hafi fólk ekki metnað fyrir þessu eða getu og færni til að efnast fjárhagslega er það einskis virði, að mati svona manna.
Óvirkir alkar verða sumir hverjir afar hrokafullir í garð þeirra alkahólista sem ekki geta hætt að drekka eða nota dóp. Þeir líta svo á að ef þeir gátu hætt að drekka (og alltaf hefur þeirra drykkja/neysla verið svæsnari en nokkurra annarra og ótrúlegt að þeim skyldi takast að hætta eða bara sleppa lifandi) þá eiga allir að geta hætt. Og þeir sem ekki hætta eru bara aumingjar. Margir þeirra sem svona hugsa endast ekki lengi í AA samtökunum en þó eru dæmi um menn sem þar eru á fundum sem ljóst og leynt hafa þetta viðhorf áratugum saman.
Oftar en ekki eru það karlmenn sem tala svona um meðborgara sína sem illa hafa farið út úr lífinu. Þegar talað er um fórnarlömb nauðgara, taka þeir iðulega/oftast málstað nauðgarans gegn konunni, hvort sem þeir þekkja hann eða ekki og jafnvel þó þeir þekki konuna.
En það eru ekki bara karlmenn sem sýna þetta miskunnarleysi. Konur sem hafa orðið fyrir hræðilegum atburðum eiga það líka til að tala mjög niður til kynsystra sinna sem lent hafa í svipuðum málum. Þetta þykir mér óskiljanlegt en hef þó reynt að skilja það útfrá þeim forsendum að þær séu að reyna að sannfæra sjálfar sig um að þetta hafi ekki hafi haft svo mikil áhrif á þær sjálfar og geti því ekki hafa verið svo slæmt. Það má vel vera að sumar konur geti hrist af sér atburði eins og nauðgun eða nauðgunartilraun, þær hafi þykkari skráp eða séu með svo sterka sjálfsmynd að það sem önnur kona myndi upplifa sem meiriháttar áfall sé fyrir þeim eins og að stökkva vatni á gæs. Þær nái einhvernveginn að yfirvinna þetta á skömmum tíma með engum eftirköstum, eða jafnvel líti á þetta eins og hverja aðra tognun eða smáskeinu sem engin ástæða sé að hugsa útí frekar.
Mín kenning er reyndar frekar sú að þessar konur séu í mikilli afneitun og megi ekki til þess hugsa að horfast í augu við hvað kom fyrir þær. Ef þær gerðu það þyrftu þær e.t.v .að skoða stöðu kvenna í karlaheimi — en yfirleitt eru konur með þetta viðhorf gagnvart konum sem hefur verið nauðgað mjög lítið gefnar fyrir að tala um karlveldi og viðurkenna heldur aldrei að jafnrétti sé ekki náð eða þær hafi orðið fyrir eða orðið varar við mismunun kynjanna; eru gjarnan í strákaliðinu í öllum deilum þar um.
Nú er ég ekki að segja að allar konur sem ekki eru vinstri grænar feministar tali af miskunnarleysi um fórnarlömb nauðgara en ég held samt að það sé ákveðin fylgni sem sjá má í afstöðu til samfélagsins og einstaklingsins, þ.e. hvort samfélagið eigi að styðja við fólk sem stendur höllum fæti eða hvort einstaklingurinn eigi að berjast einn og óstuddur fyrir sinni tilveru, hvernig sem hann svo er í heiminn skapaður (kyn, fötlun, litarháttur, fátækt) eða hvernig honum hefur farnast fram til þessa.
En samt sem áður er sársaukafyllst af öllu þegar konur sem ættu að vita betur, taka þátt í að níða niður kynsystur sínar sem hafa orðið fyrir nauðgun, nauðgunartilraun eða öðru ofbeldi sem veldur líkamlegum og andlegum sárum sem seint gróa eða allsekki. Auk þess sem það sýnir skort á samkennd og miskunnarleysi þá virðist líka hafa gleymst að kenna þessu fólki að aðgát skal höfð í nærveru sálar.*** Hafi þetta fólk það virkilega svona gott og ekkert slæmt hrín á því, þá ætti það að minnsta kosti að geta sýnt öðrum þá tillitssemi.
___
* Frjálshyggjumenn hafa byggt hugmyndafræði sína á því að láta eins og allt þetta fólk geti sjálfu sér um kennt og eigi sjálft að koma sér útúr þessum aðstæðum og samfélagið (sem er ekki til skv. Margréti Thatcher) eigi síst af öllu að leggja 'svona fólki' hjálparhönd.
** Sumt fólk sem hefur gengið gegnum þrengingar s.s. fátækt, sjúkdóma eða missi verður líka miskunnarlaust vegna þess að sársauki annarra geti ekki jafnast á við þess eigin. Ég hef heyrt um fólk sem hefur fengið krabbamein tala illa um þunglynda og veit um konu sem gerði lítið úr öllum áföllum annarra og kallaði það væl því hún hafði misst mann og barn.
*** Svo virðast líka sumar konur sem ekki hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi líta svo á að ef þær tali nógu hátt og illa um hegðun annarra kvenna þá muni þær sjálfar sleppa.
Efnisorð: feminismi, frjálshyggja, karlmenn, málefni fatlaðra, Nauðganir, ofbeldi
<< Home