Baráttan töpuð og þá er reynt að bakka með stóru orðin
Í blaði sem hét Morgunpósturinn og er löngu hætt að koma út var einhverskonar viðtal við Gunnar Þorsteinsson forstöðumann Krossins.* Þetta var árið 1994 og þá var skoðun Gunnars þessi: „Í mínum huga eru menn annað hvort kristnir eða kynvillingar. Þetta tvennt samræmist ekki.“ Margt annað hefur Gunnar í Krossinum látið sér um munn fara og skrifað á prenti um samkynhneigt fólk gegnum tíðina og reynt að koma í veg fyrir að þau njóti sömu réttinda og annað fólk; iðulega þá hamrað á „kynferðislegum afbrigðileika þeirra“**, enda greinilega með endaþarmsmök á heilanum. Alltaf hefur hann veifað Biblíunni og sagt að hún sé ekki háð túlkun heldur sé hún orð guðs sem beri að hlýða.
Á þessu ári hefur svo þessi sami Gunnar, nýskolaður aftanfrá, skilinn og giftur aftur, lýst því yfir að líf sitt hafi breyst og „að Krossinn þurfi að höfða til breiðari hóps í samfélaginu. Til þess þurfi söfnuðurinn að varpa fordómunum fyrir róða og skoða eigin innviði hátt og lágt.“ Hvort Guð hafi ekki lengur skrifað Biblíuna er ekki tekið fram.
Allt fram að því að Gunnar breyttist svona mikið þrumaði hann yfir syndurum, fjarstöddum sem nærstöddum. Samkynhneigt fólk sem reynt hefur að sækja samkomur Krossins hefur sumt kiknað undir boðskapnum og skrifaði Illugi Jökulsson eitt sinn grein þar sem hann nefnir það sem eina orsök þess að ungur piltur framdi sjálfsmorð. Illugi segir:
Ekki veit ég til þess að biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson hafi skilið eða látið skola sig aftanverðan nýlega, ætli orð hans í tilefni af því að samkynhneigt fólk má nú giftast hafi ekki bara aðallega verið tilraun til að láta dóm sögunnar falla mjúklega á hann eftir allt það sem á undan er gengið. Nú biðst hann afsökunar og þykist bara hafa látið þau orð falla í hita leiksins að yrði „hjónabandið ekki lengur skilgreint sem samband karls og konu, yrði því kastað á sorphauginn“. Þessi orð ein og sér voru lágkúruleg en málið er að árum saman hefur hann og hópur afturhaldsseggja innan þjóðkirkjunnar unnið gegn réttindabaráttu samkynhneigðra. Það er ekki nóg að segjast hafa bara verið að taka afstöðu með hefðinni, það er ekkert skárri afsökun en að hafa verið að fylgja fyrirmælum guðs. Hómófóbískir skúnkar hafa ráðið för; nú hafa þeir misst stjórnina og láta þá svo lítið að segja að þeir séu eiginlega bara alveg búnir að skipta um skoðun. Þvílíkir lúserar.
Sigurvegarar dagsins eru samkynhneigð sem með þrotlausri baráttu hafa loksins náð fullum réttindum á við aðra Íslendinga. Og svo fyrirgefa þau skúnkum, það heitir að sigra með stæl!
___
* Ég fann Morgunpóstinn í einni af fjölmörgum atlögum sem ég hef gert að blaðahrúgum heimilisins. Þetta er úr Morgunpóstinum 6. desember 1994.
** Fyrir þessa grein sem þetta með kynferðislega afbrigðileikann er tekið uppúr kærðu Samtökin 78 Gunnar í Krossinum til lögreglu á grundvelli 233a gr. almennra hegningarlaga þar sem m.a. er kveðið á um fjársektir og fangelsi fyrir að ráðast opinberlega með háði, rógi, smánun eða ógnun á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar þeirra.
Á þessu ári hefur svo þessi sami Gunnar, nýskolaður aftanfrá, skilinn og giftur aftur, lýst því yfir að líf sitt hafi breyst og „að Krossinn þurfi að höfða til breiðari hóps í samfélaginu. Til þess þurfi söfnuðurinn að varpa fordómunum fyrir róða og skoða eigin innviði hátt og lágt.“ Hvort Guð hafi ekki lengur skrifað Biblíuna er ekki tekið fram.
Allt fram að því að Gunnar breyttist svona mikið þrumaði hann yfir syndurum, fjarstöddum sem nærstöddum. Samkynhneigt fólk sem reynt hefur að sækja samkomur Krossins hefur sumt kiknað undir boðskapnum og skrifaði Illugi Jökulsson eitt sinn grein þar sem hann nefnir það sem eina orsök þess að ungur piltur framdi sjálfsmorð. Illugi segir:
„Enginn maður á Íslandi hefur að undanförnu verið jafn opinskár með fordóma sína gagnvart samkynhneigðum og Gunnar í Krossinum. Hann veifar mörg þúsund ára gömlum ritningarstöðum og talar um viðbjóð og viðurstyggð og synd og helvítisvist - svo andstyggileg sé samkynhneigð í augum Guðs, sem Gunnar þykist þekkja betur en flestir aðrir menn.“Illugi vandar heldur ekki þjóðkirkjunni kveðjurnar og segir að hún þumbist við að leyfa samkynhneigðum að ganga í kirkjuleg hjónabönd og sé þjóðkirkjan ásamt öðrum kirkjudeildum „hin síðustu vígi opinberra fordóma gegn samkynhneigðum.“
Ekki veit ég til þess að biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson hafi skilið eða látið skola sig aftanverðan nýlega, ætli orð hans í tilefni af því að samkynhneigt fólk má nú giftast hafi ekki bara aðallega verið tilraun til að láta dóm sögunnar falla mjúklega á hann eftir allt það sem á undan er gengið. Nú biðst hann afsökunar og þykist bara hafa látið þau orð falla í hita leiksins að yrði „hjónabandið ekki lengur skilgreint sem samband karls og konu, yrði því kastað á sorphauginn“. Þessi orð ein og sér voru lágkúruleg en málið er að árum saman hefur hann og hópur afturhaldsseggja innan þjóðkirkjunnar unnið gegn réttindabaráttu samkynhneigðra. Það er ekki nóg að segjast hafa bara verið að taka afstöðu með hefðinni, það er ekkert skárri afsökun en að hafa verið að fylgja fyrirmælum guðs. Hómófóbískir skúnkar hafa ráðið för; nú hafa þeir misst stjórnina og láta þá svo lítið að segja að þeir séu eiginlega bara alveg búnir að skipta um skoðun. Þvílíkir lúserar.
Sigurvegarar dagsins eru samkynhneigð sem með þrotlausri baráttu hafa loksins náð fullum réttindum á við aðra Íslendinga. Og svo fyrirgefa þau skúnkum, það heitir að sigra með stæl!
___
* Ég fann Morgunpóstinn í einni af fjölmörgum atlögum sem ég hef gert að blaðahrúgum heimilisins. Þetta er úr Morgunpóstinum 6. desember 1994.
** Fyrir þessa grein sem þetta með kynferðislega afbrigðileikann er tekið uppúr kærðu Samtökin 78 Gunnar í Krossinum til lögreglu á grundvelli 233a gr. almennra hegningarlaga þar sem m.a. er kveðið á um fjársektir og fangelsi fyrir að ráðast opinberlega með háði, rógi, smánun eða ógnun á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar þeirra.
Efnisorð: fordómar, karlmenn, mannréttindi, trú
<< Home