Fóstur finna ekki til sársauka
Ein af fjölmörgum mýtum* andstæðinga fóstureyðinga er sú að fóstur kveljist þegar fóstureyðing er framkvæmd. Þetta þykjast þeir tildæmis hafa sýnt fram á með myndum sem eiga að sýna kvalaöskur fósturs meðan á aðgerð stendur.** Nú hefur verið gerð ítarleg rannsókn á fóstrum*** og niðurstaðan er sú að sex mánaða fóstur finna ekki sársauka. Ástæðan er sú að tengingar í heilanum eru ekki fullþroskaðar. Fóstrin eru meðvitundarlaus, hafa hvorki vitund né finna til. Hingað til hefur ekki verið gerð rannsókn á fóstrum meðan á meðgöngu stendur, heldur hefur verið miðað við fyrirbura, þ.e. börn sem þegar eru fædd. En samkvæmt þessari rannsókn eru fóstrin semsagt algerlega laus við ótta og sársauka þegar fóstureyðing er framkvæmd.
Ég á reyndar ekki von á að andstæðingar fóstureyðinga gleðjist yfir þessum niðurstöðum, enda snýst áróðursstríð þeirra í raun ekki um velferð fóstursins (hvað þá fæddra barna) heldur vald yfir líkama kvenna. Konur, samkvæmt ofsatrúarmönnum sem vilja meina þeim um fóstureyðingar, eru ætlaðar til undaneldis og mega ekki reyna að skjóta sér undan því hlutverki. Til þess hefur ýmsum brögðum verið beitt, tildæmis að ljúga því að fóstureyðing sé dráp á börnum sem skynji sársauka og hafi vitund. Hafi einhver trúað því þá er það hér með afsannað.
___
* Dæmi um mýtur er að konur þjáist af samviskubiti láti þær eyða fóstri og þær séu líklegri til að fá brjóstakrabbamein.
** Í myndinni The Silent Scream sem andstæðingar fóstureyðinga létu gera og halda mikið uppá (og hefur m.a. verið sýnd á Omega) er slík sena: fóstur með gapandi munn og undir er spilað skerandi hljóð. Áhorfandi á þá að trúa því að þarna sé um kvalaóp að ræða.
*** Í Bretlandi hefur verið deilt um hvort fóstureyðing upp að sex mánaða meðgöngu sé réttlætanleg og rannsóknin miðar því við sex mánaða fóstur. Rannsóknina má lesa hér (á ensku).
Ég á reyndar ekki von á að andstæðingar fóstureyðinga gleðjist yfir þessum niðurstöðum, enda snýst áróðursstríð þeirra í raun ekki um velferð fóstursins (hvað þá fæddra barna) heldur vald yfir líkama kvenna. Konur, samkvæmt ofsatrúarmönnum sem vilja meina þeim um fóstureyðingar, eru ætlaðar til undaneldis og mega ekki reyna að skjóta sér undan því hlutverki. Til þess hefur ýmsum brögðum verið beitt, tildæmis að ljúga því að fóstureyðing sé dráp á börnum sem skynji sársauka og hafi vitund. Hafi einhver trúað því þá er það hér með afsannað.
___
* Dæmi um mýtur er að konur þjáist af samviskubiti láti þær eyða fóstri og þær séu líklegri til að fá brjóstakrabbamein.
** Í myndinni The Silent Scream sem andstæðingar fóstureyðinga létu gera og halda mikið uppá (og hefur m.a. verið sýnd á Omega) er slík sena: fóstur með gapandi munn og undir er spilað skerandi hljóð. Áhorfandi á þá að trúa því að þarna sé um kvalaóp að ræða.
*** Í Bretlandi hefur verið deilt um hvort fóstureyðing upp að sex mánaða meðgöngu sé réttlætanleg og rannsóknin miðar því við sex mánaða fóstur. Rannsóknina má lesa hér (á ensku).
Efnisorð: feminismi, fóstureyðingar, heilbrigðismál, trú
<< Home