Að þiggja fjárhagsaðstoð og uppskera fyrirlitningu
Ég hef séð feminista gagnrýnda fyrir að tala um að vændiskonur selji líkama sinn eða selji aðgang að sér. Samkvæmt því virðist vera gríðarlega niðrandi að tala um sölu í þessu samhengi.
Sama fólk leyfir sér hinsvegar að kalla vændiskonur niðrandi nöfnum (dæmi hér, hér og hér). Og nú segir sama fólk (aðdróttunin á auðvitað við um Evu Hauks, hafi það farið framhjá einhverjum) að þeir sem eru á framfæri sveitarfélaga séu aumingjar. Sá fjöldi atvinnulausra sem þarf hugsanlega að leita á náðir sveitarfélags síns um næstu áramót er þá semsagt að „leggjast á spena“.
Ég á seint eftir að skilja það viðhorf sem liggur að baki svona orðanotkun, sérstaklega þegar feministar eru vændir um fyrirlitningu á vændiskonum fyrir að nota kurteislegt orðalag um þær og starf þeirra.
Efnisorð: feminismi, sveitastjórnarmál, Verkalýður, vændi
<< Home