Koss á kinn fyrir vin minn
Ríkissjónvarpið hefur undanfarið sýnt frá Ólympíuleikunum á sérstakri rás, auk þess sem reyndar er líka sýnt í Sjónvarpinu. Mér finnst þessi íslenska ólympíurás mikil og góð tíðindi. Spái því og vona að í framtíðinni verði allar beinar útsendingar þar. Þá er hægt að halda úti almennri dagskrá í Sjónvarpinu, truflunarlaust frá endalausum kappleikjum.
Án þess að ég ætli að fara að játa á mig íþróttaáhorf á ólympískum skala þá rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég gjuggaði á útsendingar um helgina, hvernig verðlaunaafhendingar fara fram. Það hafði reyndar orðið einhver breyting á þeim, óvenju margar konur afhenda verðlaun á leikunum í London (ég man ekki eftir að hafa séð það fyrr) og hinar sígildu blómastúlkur sem rétta verðlaunahöfum blómvendi eftir að borði með brons, silfri og gulli hefur verið hengdur um hálsa, virðast fyrir bí. Nú eru ungir piltar (hugsanlega ekki alltaf) sem halda á bakka með blómunum en annar tveggja þeirra sem eru fulltrúar íþróttasamtaka og ólympíunefndar afhendir blómin.
Svo ég raði þessu í rétta tímaröð: verðlaunahafi stígur á pall og bíður átekta, manneskja sem er ýmist úr ólympíunefndinni eða frá allsherjarsamtökum þeirrar íþróttagreinar sem verið er að veita verðlaun fyrir, hengir borða með medalíu um háls íþróttamannins og óskar honum eða henni til hamingju með handbandi. Þá stígur fram hin manneskjan sem er frá allsherjarsamtökunum eða ólympíunefndinni (alltaf eitt stk. af hvoru) og teygir sig eftir afturkreistingslega blómvendinum á bakkanum sem ungi pilturinn heldur á og réttir verðlaunahafanum og svo er lúkan kreist.
Eða þannig hefur það verið þegar ég hef horft á Ólympíurásina. Það hefur þó komið fyrir að gamlir taktar frá fyrri tíð hafa sést. Þá er það gamall kall frá ólympíunefndinni sem er að hengja verðlaun um hálsinn á ungum konum. Og hann kyssir þær á kinnina. Þetta átti til dæmis við um þegar veitt voru verðlaun fyrir kúluvarp kvenna í fyrradag. Þá var það reyndar 'blómamaðurinn' sem kyssti (held að hann hafi samt verið frá ólympíunefndinni). Áður tíðkast undantekningalaust, ekki bara á Ólympíuleikum heldur íþróttamótum almennt, að kallar sem afhentu verðlaun kysstu konurnar sem fengu verðlaunin (konur kyssa þær stundum þegar þær afhenda verðlaunin, en þessi pistill er ekki um það). En á þessum Ólympíuleikum virðist þetta meira og minna vera geðþóttaákvarðanir þeirra sem afhenda verðlaunin og blómin. Áður virtist það vera regla.
Það hefur því eitthvað rofað til í hausum einhverra, kannski skipuleggjendanna,* því þetta, að allar konur sem stíga á verðlaunapall megi eiga von á því að einhver gamall skúnkur kyssi þær, er ekkert nema mismunun. Því þeir kyssa aldrei karlmenn sem hljóta verðlaun. Þegar körlum eru veitt verðlaun þá beygja þeir sig lítillega á verðlaunapallinum til að fá borðann með verðlaunapeningnum um hálsinn, og rétta sig svo upp aftur til að taka í höndina á nefndarmanninum. Enginn virðist sjá neitt athugavert við þetta. Þó er þarna verið að mismuna konum sem þurfa að sæta því að einhverjir kallar eru að kyssa þær án þess að þær geti með góðu móti komið sér hjá því.** Karlar á verðlaunapalli losna undan þessu. Líklega væri það ekki fyrr en íþróttakarl þægi koss af karli sem fólk áttaði sig á að þessir kossar eru óviðeigandi.
Já, ég sagði mismunun. Mismunun sem konur verða fyrir er af mörgu tagi. Hún er ekki öll jafn alvarleg en hvert lítið atvik eða hegðunarmynstur leggur lóð á vogarskálar kynjamisréttis. Þeir sem mismuna kynjunum sjá þó ekki alltaf hegðun sína, eða ekki jafn skýrt og ólympíunefndin ætti að gera, því hún hefur jú upptökur og beinar útsendingar frá verðlaunaafhendingunum.
Þetta á auðvitað ekki bara við um verðlaunapalla og íþróttamót. Oft má sjá þetta í veislum, á götum úti, á veitingastöðum. Karlmaður sér kunningjahjón sín nálgast, hann heilsar konunni með kossi á kinnina en manni hennar með handabandi eða með því að nikka til hans, mesta lagi slá á bakið á honum. Þó eru þeir kannski aldavinir. Öllum virðist þykja þetta sjálfsagt. Jafnt íþróttamönnum sem áhorfendum heima í stofu virðist finnast sjálfsagt að konur á verðlaunapalli megi eiga von á að fá koss frá bláókunnugum gömlum kalli. Samt er það ekki sjálfsagðara en svo að það yrði rekið upp ramakvein ef einhver kallskúnkurinn ræki testósterónbólgnum karlkyns spretthlaupara koss á kinn.
Annað hvort kyssirðu alla á kinnina eða sleppir kossunum. Ef þú heilsar fólki eða óskar því til hamingju á mismunandi hátt eftir því hvort kynið á í hlut (en ekki eftir því hve náið þú þekkir fólkið), já, þá ertu að styðja við kynjamisréttið í heiminum.
___
* Bretar eiga mikið hrós fyrir hve fjölmenningarlegir leikarnir eru og sjást til dæmis konur með slæður við verðlaunaafhendingarnar, og svo hrista þeir líka uppí kynjahlutverkunum sbr. blómaberandi strákarnir.
** Sumar íþróttakonur rétta kirfilega úr sér áður en kossinn smellur og ota fram lúkunni í staðinn, þannig slapp ein þeirra við að Sebastian Coe kyssti hana á heimsmeistaramóti í fyrra, hann kyssti hinar eftir sem áður.
Án þess að ég ætli að fara að játa á mig íþróttaáhorf á ólympískum skala þá rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég gjuggaði á útsendingar um helgina, hvernig verðlaunaafhendingar fara fram. Það hafði reyndar orðið einhver breyting á þeim, óvenju margar konur afhenda verðlaun á leikunum í London (ég man ekki eftir að hafa séð það fyrr) og hinar sígildu blómastúlkur sem rétta verðlaunahöfum blómvendi eftir að borði með brons, silfri og gulli hefur verið hengdur um hálsa, virðast fyrir bí. Nú eru ungir piltar (hugsanlega ekki alltaf) sem halda á bakka með blómunum en annar tveggja þeirra sem eru fulltrúar íþróttasamtaka og ólympíunefndar afhendir blómin.
Svo ég raði þessu í rétta tímaröð: verðlaunahafi stígur á pall og bíður átekta, manneskja sem er ýmist úr ólympíunefndinni eða frá allsherjarsamtökum þeirrar íþróttagreinar sem verið er að veita verðlaun fyrir, hengir borða með medalíu um háls íþróttamannins og óskar honum eða henni til hamingju með handbandi. Þá stígur fram hin manneskjan sem er frá allsherjarsamtökunum eða ólympíunefndinni (alltaf eitt stk. af hvoru) og teygir sig eftir afturkreistingslega blómvendinum á bakkanum sem ungi pilturinn heldur á og réttir verðlaunahafanum og svo er lúkan kreist.
Eða þannig hefur það verið þegar ég hef horft á Ólympíurásina. Það hefur þó komið fyrir að gamlir taktar frá fyrri tíð hafa sést. Þá er það gamall kall frá ólympíunefndinni sem er að hengja verðlaun um hálsinn á ungum konum. Og hann kyssir þær á kinnina. Þetta átti til dæmis við um þegar veitt voru verðlaun fyrir kúluvarp kvenna í fyrradag. Þá var það reyndar 'blómamaðurinn' sem kyssti (held að hann hafi samt verið frá ólympíunefndinni). Áður tíðkast undantekningalaust, ekki bara á Ólympíuleikum heldur íþróttamótum almennt, að kallar sem afhentu verðlaun kysstu konurnar sem fengu verðlaunin (konur kyssa þær stundum þegar þær afhenda verðlaunin, en þessi pistill er ekki um það). En á þessum Ólympíuleikum virðist þetta meira og minna vera geðþóttaákvarðanir þeirra sem afhenda verðlaunin og blómin. Áður virtist það vera regla.
Það hefur því eitthvað rofað til í hausum einhverra, kannski skipuleggjendanna,* því þetta, að allar konur sem stíga á verðlaunapall megi eiga von á því að einhver gamall skúnkur kyssi þær, er ekkert nema mismunun. Því þeir kyssa aldrei karlmenn sem hljóta verðlaun. Þegar körlum eru veitt verðlaun þá beygja þeir sig lítillega á verðlaunapallinum til að fá borðann með verðlaunapeningnum um hálsinn, og rétta sig svo upp aftur til að taka í höndina á nefndarmanninum. Enginn virðist sjá neitt athugavert við þetta. Þó er þarna verið að mismuna konum sem þurfa að sæta því að einhverjir kallar eru að kyssa þær án þess að þær geti með góðu móti komið sér hjá því.** Karlar á verðlaunapalli losna undan þessu. Líklega væri það ekki fyrr en íþróttakarl þægi koss af karli sem fólk áttaði sig á að þessir kossar eru óviðeigandi.
Já, ég sagði mismunun. Mismunun sem konur verða fyrir er af mörgu tagi. Hún er ekki öll jafn alvarleg en hvert lítið atvik eða hegðunarmynstur leggur lóð á vogarskálar kynjamisréttis. Þeir sem mismuna kynjunum sjá þó ekki alltaf hegðun sína, eða ekki jafn skýrt og ólympíunefndin ætti að gera, því hún hefur jú upptökur og beinar útsendingar frá verðlaunaafhendingunum.
Þetta á auðvitað ekki bara við um verðlaunapalla og íþróttamót. Oft má sjá þetta í veislum, á götum úti, á veitingastöðum. Karlmaður sér kunningjahjón sín nálgast, hann heilsar konunni með kossi á kinnina en manni hennar með handabandi eða með því að nikka til hans, mesta lagi slá á bakið á honum. Þó eru þeir kannski aldavinir. Öllum virðist þykja þetta sjálfsagt. Jafnt íþróttamönnum sem áhorfendum heima í stofu virðist finnast sjálfsagt að konur á verðlaunapalli megi eiga von á að fá koss frá bláókunnugum gömlum kalli. Samt er það ekki sjálfsagðara en svo að það yrði rekið upp ramakvein ef einhver kallskúnkurinn ræki testósterónbólgnum karlkyns spretthlaupara koss á kinn.
Annað hvort kyssirðu alla á kinnina eða sleppir kossunum. Ef þú heilsar fólki eða óskar því til hamingju á mismunandi hátt eftir því hvort kynið á í hlut (en ekki eftir því hve náið þú þekkir fólkið), já, þá ertu að styðja við kynjamisréttið í heiminum.
___
* Bretar eiga mikið hrós fyrir hve fjölmenningarlegir leikarnir eru og sjást til dæmis konur með slæður við verðlaunaafhendingarnar, og svo hrista þeir líka uppí kynjahlutverkunum sbr. blómaberandi strákarnir.
** Sumar íþróttakonur rétta kirfilega úr sér áður en kossinn smellur og ota fram lúkunni í staðinn, þannig slapp ein þeirra við að Sebastian Coe kyssti hana á heimsmeistaramóti í fyrra, hann kyssti hinar eftir sem áður.
<< Home